Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Krísufundur borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í dag – Hildur þarf að svara til saka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarleg ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna þeirrar óeiningar sem er ríkjandi innan borgarstjórnarflokksins þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Flokkurinn er að minnsta kosti þríklofinn í málum sem snúa að nýrri Borgarlínu. Hildur Björnsdóttir, leiðtogi borgarstjórnarflokksins, er eini borgarfulltrúinn sem styður Borgarlínu. Hún er sökuð um að eiga þar mikla hagsmuni.

Samkvæmt heimildum Mannlífs fundaði stjórn Varðar, kjördæmisfélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um málið og lýsti þungum áhyggjum af stöðu mála hjá borgarstjórnarflokknum og því uppnámi sem þar ríkir undir óstjórn Hildar.

Borgarfulltrúar flokksins hafa boðað leiðtoga sinn á fund í dag klukkan 11:30 vegna þessa og vilja fá skýringar á því sem þeir telja undarlega framgöngu hennar.

Skoðanakannanir sýna að flokkurinn er í djúpri lægð og mælist í einu tilviki með rúmlega 10 prósenta fylgi sem er minna en hjá Pírötum, Samfylkingu, Viðreisn og Framsóknarflokki. Miklar efasemdir eru innan borgarstjórnarhópsins um að Hildur valdi því hlutverki að leiða flokkinn áfram. Heimildir Mannlíf herma að í dag verði hún látin svara til saka fyrir stjórnleysið og þann trúnarbrest að hún fer fram gegn vilja og yfirlýstri stefnu borgarstjórnarflokksins  málum sem varða Borgarlínu. Hún er einnig sökuð um að hafa spilað með Degi B. Eggertssyni í máli sem tengist bensínstöð við Ægissíðu þar sem olíurisinn N 1 fær að byggja háhýsi á svæðínu.

Mikið vantraust er ríkjandi. Spurt verður á fundinum í dag hvort Hildur treysti sér til að halda áfram sem leiðtogi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -