Sigurbjörn nokkur, íbúi Árborgar, upplifði ótrúlegt okur í gær þegar hann skaust út í Krambúðina eftir kökubita. Þar sá hann uppáhalds kökuna sína, hjónabandssælu, sem hann vildi kaupa í tilefni sumardagsins fyrsta en hætti snarlega við þegar hann sá verðmiðann.
Frá upplifun sinni greinir Sigurbjörn í íbúahópi á Facebook þar sem hann fullyrðir að kakan hafi kostað tvöfalt meira í Krambúðinni heldur en Krónunni. Svona hljóðar færsla hans:
„Fór morgunsárið,út langaði í smá kökubita í tilefni sumars. Skaust í Krambúð (áður en aðrar búðir opnuðu),sá uppáhalds kökuna mín frá einhverju bakarí á Siglufirði og er nú hráefni ekki mikið miðað við td djöflatertu, þunnt deig og sulta. Herlegheitin kostuðu litlar kr. 2190 og ég var fljótur að henda henni í hilluna aftur. Sá svo eins köku í Krónunni frá Kristjáns bakarí Akureyri á kr 1190.“
Rut virðist þekkja vel til verðlagningar í þessum verslunum. „Krambúðin er með háa álagningu á öllum vörum, því miður,“ segir Rut. Og Berglind er alls ekki hrifin. „Ruglverð!!,“ segir
Sigurbjörn segir það áhugavert að velta fyrir sér þessum verðmuni verslananna. „Gaman væri að vita innkaups verðið er á þessum kökum er í báðum búðum. Þessu krambúð klikkuð í álagningu,“ segir Sigurbjörn.
En Ágúst kemur Krambúðinni til varnar. „Þetta er nú samt soldið eins og að bera saman epli og appelsínur… Krambúðin opnar eeld snemma og lokar mjög seint.. hún hefur aldrei gefið sig út fyrir að vera lagvöru verslun og er með verslanir a stöðum sem hvorki Kronan né Bónus myndu láta sjá sig á… þannig þeir verða að hafa hærra verð,“ segir Ágúst.