Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Krónan hlýtur umhverfisverðlaun Faxaflóahafna Fjörusteininn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Krónan hlaut þann heiður að hljóta umhverfisverðlaun Faxaflóahafna. Brugðið var frá venjunni sem er að fyrirtæki sem starfa á hafnarsvæðum og sýnt hafa fram á framsækni í umhverfismálum auk þess að hafa verið til fyrirmyndar í frágangi á lóðum og snyrtilegu umhverfi.

Hér má lesa yfirlýsingu vegna veitingu Fjörusteinsins, frá Faxaflóahöfnum: „Krónan hefur undanfarin ár unnið markvisst í verkefnum til að draga úr umhverfisáhrifum í starfi fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur frá árinu 2007 verið með verslun á Granda og hefur þar, sem og í öðrum verslunum sínum, tekið stór skref í umhverfismálum og matarsóun. Notkun plastumbúða hefur m.a. verið minnkuð mikið, notkun plastburðarpoka verið hætt, matarsóun minnkuð og þá hefur Krónan fengið Svansvottun á allar sínar verslanir“.

 

Kristín Soffía Jónsdóttir stjórnarformaður Faxaflóahafna afhendir Ástu Fjeldsted framkvæmdarstjóra Krónunnar, Ólafi Rúnari Rekstarstjóra og Lilju Kristínu sérfræðing í markaðs og umhverfismálum Fjörusteininn.

 

Þetta er heiður fyrir Krónuna og sínir að fyrirtækið hefur unnið mikið og mikilvægt star í þágu umhverfisverndar. Ásta Fjeldsted framkvæmdarstjóri Krónunnar hafði þetta að segja um verðlaunin sem Krónan hlaut frá Faxaflóahöfnum: „Við erum einstaklega þakklát og stolt fyrir viðurkenninguna Fjörusteininn frá Faxaflóahöfnum sem er okkur hvatning til að halda áfram á þeirri vegferð sem Krónan er á. Áhersla á umhverfismál og samfélagslega ábyrgð er lykilþáttur í starfi Krónunnar. Við þökkum þann árangur sem við höfum náð í umhverfismálum einlægum áhuga viðskiptavina okkar og starfsfólks sem við eigum í öflugu samtali við dag hvern. Samtal sem hefur skilað sér í þeim fjölmörgu verkefnum og aðgerðum sem hafa að markmiði að minnka umhverfisáhrif Krónunnar. Á þann hátt byggjum við saman upp grænni framtíð“.

 

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Krónunni innilega til hamingju.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -