- Auglýsing -
Kristmann Eiðsson, þýðandi og kennari, lést af völdum COVID síðastliðið þriðjudagskvöld. DV greinir frá því og vísar í færslu sonar hans, Gauta Kristmannssonar prófessors.
Gauti skrifar: „Jæja, þá er hann farinn, fallinn fyrir veirunni skæðu. Söknuðurinn er mikill í allri fjölskyldunni“.
Kristmann starfaði lengst af sem enskukennari við Réttarholtsskóla. Hann þýddi auk þess sjónvarpsefni en orðið helför er nýyrði Kristmanns. Það kom til þegar hann þýddi þættina Holocaust.