Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
2.3 C
Reykjavik

Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands: „Mikill fengur”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Hún tekur við keflinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem lýkur sinni 10 ára starfsfestu við skólann í ár.

Kristín er ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu til annarra fimm ára.

Alls sóttu tuttugu um stöðuna.

Að sögn Magnúsar Ragnarssonar, stjórnarformanns Listaháskóla Íslands er það stjórn mikið ánægjuefni að kynna Kristínu sem komandi leiðtoga háskólans:

„Það er Listaháskólanum mikill fengur að hafa fengið svo öflugan stjórnanda og góðan listamann til að stýra næsta áfanga í starfi skólans. Stjórn skólans býður Kristínu velkomna til starfa í haust og væntir mikils af samstarfinu næstu ár.”

- Auglýsing -

Kristín Eysteinsdóttir lauk meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007 en áður hafði hún lokið BA námi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla árið 2002.

Hún hefur leikstýrt um 20 sýningum í atvinnuleikhúsum og var fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið frá 2008 – 2014. Árið 2008 var hún valin leikstjóri ársins á Grímunni fyrir sýninguna Sá ljóti og var einnig tilnefnd til til sömu verðlauna árin 2010, 2012 og 2013.

Kristín hefur jafnframt leikstýrt við Útvarpsleikhúsið og starfað sem dramatúrg við fjölda sýninga og hefur gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum með stjórnarsetu og formennsku í ýmsum stjórnum og nefndum sem tengjast leiklist, menntun og útgáfu.

- Auglýsing -

Kristín var ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins árið 2014 og gegndi þeirri stöðu til ársins 2020.

Undir hennar stjórn náði Borgarleikhúsið eftirtektarverðum árangri bæði listrænt og rekstrarlega, aðsóknarmet í leikhúsið voru slegin og leikhúsið hlaut Grímuna, íslensku sviðslistaverðlaunin, fyrir sýningu ársins öll þau ár sem hún var leikhússtjóri.

Þá lauk hún nýverið við fyrstu stuttmynd sína og hefur síðastliðin tvö ár verið að undirbúa sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem er komin vel á veg í þróun.

Kristín hefur starfað sem prófessor og fagstjóri við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands síðan í ágúst 2022. Í tilefni af þessum tímamótum segir Kristín:

„Ég trúi því að listir og skapandi hugsun gegni lykilhlutverki í viðfangsefnum framtíðarinnar. Við Listaháskóla Íslands mótast framtíðin og það eru forréttindi að fá að leiða þessa mikilvægu mennta- og menningarstofnun næstu árin. Ég hlakka mikið til að starfa með nemendum skólans og þeim öfluga hópi sem þar starfar.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -