Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

KSÍ frestar veitingu vallarleyfis fyrir milljarðahöllina í Garðabæ – Fundar enn um málið 12. apríl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vandræðagangur við að veita íþróttamannvirkinu Miðgarði í Garðabæ vallarleyfi heldur áfram hjá KSÍ. Ákveðið hefur verið að fresta ákvörðun um málið til 12. apríl.

Mannlíf hefur sagt frá því að undanförnu að samskiptastjóri bæjarstjórnar Garðabæjar hefði fullyrt í svari til miðilsins, að KSÍ væri búið að gefa grænt ljós á að Miðgarður, sem kostaði á fimmta milljarð að byggja, fengi að hýsa leiki í báðum deildum Bestu deildarinnar í sumar. Til þess þyrfti milljarðahöllin að fá undanþágu en lofthæðin er ekki nema 14 metrar en lágmarkið er rúmlega 20 metrar. Þá hefur áhorfendastæðið vakið athygli því það er byggt svo nálægt vellinum að ekki sjá áhorfendur sem þar sitja nema 80-85 prósent af knattspyrnuvellinum.

Sjá einnig: KSÍ tekur ákvörðun um milljarðahöll Garðabæjar í næstu viku – Fær Miðgarður keppnisleyfi?

Mannlíf hafði einnig sagt frá því hversu erfitt hefur verið að fá svör varðandi vallarleyfið hjá KSÍ en þar á bæ hefur fólk bent hvert á annað og nefnt dagsetningar þegar málið á að vera tekið fyrir hjá Mannvirkjanefnd. Svo bættist við önnur dagsetning þar sem KSÍ átti að taka málið fyrir sérstaklega og svo enn önnur dagsetning þar sem KSÍ ætlaði að birta ákvörðun sína gagnvart Miðgarði. Sú dagsetning er í dag.

Vandræðagangurinn heldur hins vegar áfram því í dag barst Mannlífi svar frá starfsmanni Mannvirkjanefndar KSÍ. Segir í svarinu að stjórn KSÍ hafi frestað veitingu vallarleyfis fyrir Miðgarð og setji það í hendur Mannvirkjanefndar, að koma með tillögu að vallerleyfi fyrir Miðgarð. Segir einnig í svarinu að nefndin hafi fjallað um málið á fundi í hádeginu í dag. Kemur fram í svarinu að það sé ekki hlutverk Mannvirkjanefndar að veita vallarleyfi, heldur að gera tillögu um veitingu vallarleyfis. Stjórn KSÍ eigi svo að veita vallarleyfi að fengnum tillögum nefndarinnar.

Stjórn KSÍ mun ekki taka fyrir tillögu mannvirkjanefndar vegna Miðgarðs fyrr en á næsta stjórnarfundi þann 12. apríl.

- Auglýsing -

Hér er svarið í heild:

„Stjórn KSÍ frestaði veitingu vallarleyfis fyrir Miðgarð og er það í höndum mannvirkjanefndar að koma með tillögu að vallarleyfi fyrir Miðgarð.

Mannvirkjanefnd fjallaði um málið á fundi hjá sér í hádeginu í dag.

- Auglýsing -

Það er ekki hlutverk mannvirkjanefndar að veita vallarleyfi en nefndin hefur það hlutverk að gera tillögu um veitingu vallarleyfis.  Stjórn KSÍ hefur svo það hlutverk að veita vallarleyfi að fengnum tillögum frá mannvirkjanefnd.

Stjórn KSÍ mun ekki taka fyrir tillögu mannvirkjanefndar vegna Miðgarðs fyrr en á næsta stjórnarfundi 12. apríl en þá mun það koma í ljós hvaða vallarleyfi Miðgarður mun fá.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -