- Auglýsing -
„Hann er heldur kuldalegur í dag, með éljum víða á landinu og snjókomu fyrir norðan í kvöld.“ Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings um veðrið framundan.
Þar segir einnig að veðrið fari batnandi á morgun, vindur gengur niður og léttir til, en áfram dálítil él á Norðausturlandi framan af degi.
Þá er útlit fyrir bjartviðri víða um land á skírdag, fimmtudag, en stöku skúrum eða slydduéljum fyrir sunnan og vestan. Áfram fremur svalt í veðri, en hlýnar talsvert syðst að deginum.