Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Kuldatíð í Evrópu skekur íslenskan paprikumarkað: Paprikan hækkaði um 59 prósent á einum mánuði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Himinhátt verð er á papriku í verslunum þessa dagana. Verð á þessu vinsæla grænmeti hefur hækkað um allt að 59 prósentum á aðeins einum mánuði.

Inn á grúppunum Vertu á verði og Sparnaðartips á Facebook hefur skapast mikil umræða undanfarið um það hve paprika er orðin dýr. Blaðamaður Mannlífs kannaði verð Bónus og Hagkaup. Í Bónus kostar kílóið 1110 krónur en í Hagkaup 1299 krónur. Blaðamaður bar verðið nú saman við það verð sem birtist á innkaupamiða úr Bónus frá 7. febrúar. Þá var verðið á kílóinu 699 krónur. Hækkunin er 59 prósent á rúmum mánuði.

Þann 27. febrúar segir Þórdís frá því inn á grúppunni Sparnaðar tips að engar paprikur hafi verið til í Krónunni og því hafi hún farið í Melabúðina og keypt 2 paprikur þar á 891 krónur. Kílóið á hvorki meira né minna en 1698 krónur.

Mannlíf leitaði viðbragða hjá Bónus á háu paprikuverði og fékk neðangreint svar:

Við sendum fyrr í dag fyrirspurn til Banana (við fáum paprikurnar frá þeim) og óskuðum eftir útskýringu á þessu hækkaða verði.

Við fengum þau svör að miklir kuldar í Evrópu hafi orsakað minni uppskeru á papriku en einnig hafa orðið tafir á uppskeru t.d. frá Hollandi, þetta tvennt hefur í för með sér minna framboð af vörunni sem leiðir til hærra verðs.

- Auglýsing -

Þau segjast þó gera ráð fyrir því að verðið muni lækka á næstu 2-4 vikum.

Kv. Bónus

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -