Nýliðinn desember var sá kaldasti desembermánuður hér á landi síðan árið 1973, eða í næstum hálfa öld; var meðalhiti í byggðum landsins -4,0 stig.
Í Reykjavík hefur desembermánuður ekki verið eins kaldur í rúma 100 öld, en desembermánuður árið 1916, var svipað kaldur og nú, að sögn Veðurstofu Íslands.
Mánuðurinn var áttundi kaldasti desembermánuður á landsvísu frá byrjun mælinga; þurrt var um mest landið; víða mældist desemberúrkoman sú minnsta sem mælst hefur í áratugi.
Kemur fram að í Reykjavík var meðalhitinn í desember -3,9 stig, sem er 4,7 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en 4,9 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára.
Meðalhiti desembermánaðar hefur einungis þrisvar sinnum verið lægri í Reykjavík; en það gerðist árin 1878, 1886 og 1880.
Í höfuðstað Norðurlands, Akureyri, var meðalhitinn -5,3 stig, eða 4,7 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en hins vegar 4,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára.
Þetta var í það heila sjöundi kaldasti desembermánuður frá upphafi mælinga á Akureyri; sá kaldasti síðan árið 1973.
Desembermánuðurinn var sá kaldasti frá upphafi mælinga á Hveravöllum; meðalhitinn var -10,5 stig, en mælingar hófust þar árið 1965.