Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Kvartað undan fjölda sjálfsafgreiðsluútibúa bankanna – aðeins tíu þjónustuútibú á öllu höfuðborgarsvæðinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á höfuðborgarsvæðinu má aðeins finna tíu útibú sem bjóða uppá þjónustu gjaldkera og þjónustufulltrúa hjá öllum þremur stóru viðskiptabönkunum þrátt fyrir að á svæðinu búi nú ríflega 60 prósent allra Íslendinga. Önnur útíbú bjóða ýmist bara uppá sjálfsafgreiðslu eða fyrirtækjaþjónustu. Það gerir eitt útibú fyrir hverja tæplega 25 þúsund höfuðborgarbúa. Elda fólk og þeir sem eru illa tölvulæsir hafa kvartað til Neytendasamtakanna vegna slælegrar þjónustu bankanna. 

Landsbankinn stendur sig best hvað þessa þjónustu varðar en bankinn býður uppá alls sjö útíbú og af þeim eru fimm þar sem finna má starfsfólk til þjónustu reiðubúið. Það er aðeins í Vesturbænum og Mjóddinni sem sjálfsafgreiðsla finnst.

Íslandsbanki kemur næstur í röðinni með þrjú útíbú á höfuðborgarsvæðinu og eru öll þeirra með þjónustufulltrúa og gjaldkera á staðnum. Arion banki er aðeins með tvö slík útibú í boði, annað þeirra á Bíldshöfða og hitt við Smáratorg, en fjögur önnur útibú bankans bjóða eingöngu sjálfsafgreiðslu.

Til Neytendasamstakanna hafa borist kvartanir vegna slælegrar þjónustu viðskiptabankanna þriggja, í þá veru að búið sé að snarfækka útibúum þar sem þú getur hitt starfsfólk í stað véla. Formaður samtakanna telur þetta geta haft slæm áhrif. „“Við höfum fengið ábendingar og kvartanir, sér í lagi frá eldra fólki og fólki sem er ekki er nægilega tölvulæst til að treysta sér til að ganga frá sínum málum í gegnum netið. Neytendasamtökin telja að allir eigi rétt á góðri bankaþjónustu og að fækkun útibúa geti haft slæm áhrif, sér í lagi fyrir jaðarsetta hópa. En á hinn bóginn er jafnframt krafa um að kostnaður bankakerfisins lækki verulega og að lækkunin skili sér til viðskiptavina,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -