Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Kvartaði yfir höfuðverk og var látin nokkrum tímum síðar: „Síðasta góðverkið heldur okkur gangandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Daginn sem hún lést höfðum við verið að versla. Þegar við komum heim fengum við okkur tebolla í garðinum en þá kvartaði Geraldine yfir slæmum höfuðverk. Ég lét hana hafa verkjalyf og hún lagði sig í sófanum. Nokkrum mínútum síðar sá ég að hún fékk flog, ég hringdi í neyðarlínuna og sjúkrabíll var kominn á tuttugu mínútum,“ sagði Patrick O’Sullivan sem missti konuna sína snemma á síðasta ári.

Við rannsókn kom í ljós stór blæðing inn á heila. Skaðinn var töluverður og læknar sögðu Patrick að ekkert væri hægt að gera fyrir konuna hans.

Geraldine og Patrick skráðu sig sem líffæragjafa nokkrum árum fyrir andlát hennar. Patrick segir huggun í því að vita að konan hans bjargaði lífum. „Geraldine starfaði sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi. Hún var góð manneskja og vildi allt fyrir alla gera. Það gerir óbærilegu sorgina skárri að vita til þess að nokkrum lífum hafi verið bjargað vegna óska hennar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -