Sunnudagur 19. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Kvenkyns frumkvöðlum ekki trúað: „Það er frekar hlustað á karla en konur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hættan við þetta er að konur detti út úr þessum nýsköpunarheimi og verði bitrar, því þetta er ekki auðvelt fyrir konur. Þær þurfa sífellt að vera að brjóta múra.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir í samtali í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær segist berjast fyrir því að aðgengi að fjármagn til kvenna verði gert aðgengilegra.

Frumkvöðlafyrirtæki kvenna eru nánast útilokuð frá fjármagni. Þorbjörg er stofnandi Kara Connect, en fyrirtækið samanstendur af tækniáhugafólki sem á það sameiginlegt að vilja nýta tækni til góðs. Starfsmenn hjá Kara Connect virðast vera með fjölbreyttan bakgrunn, en fyrirtækið segir á síðu sinni að það vinni að því að finna betri tæknilausnir á þeim áskorunum sem fólk og skjólstæðingar þeirra standa frammi fyrir.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er frumkvöðull um konur og fjármagn í nýsköpun sveitastjórnarkosninga. Hún er fyrrverandi borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og sat í borgarstjórn frá árinu 2006 til ársins 2014. Þorbjörg Helga sat meðal annars sem formaður Umhverfis- og samgönguráðs, formaður menningar- og ferðamálaráðs og formaður leikskólaráðs.

Segir það bölvanlega fyrir konur að fá aðgengi að áhættufjármagni

„Við þurfum að taka Ísland aðeins út fyrir sviga, en fyrsti vísisjóður á Íslandi er einungis 12 ára gamall og við erum því mjög ung í þessari sögu. Saga um konur og fjárfestingar fer hins vegar aftur til 1946 þegar fyrsti vísisjóðurinn var stofnaður, en ennþá í dag eru einungis 2% bandarískra kvenna að fá aðgeng að þessu fjármagni. Ég hefði líklega ekki farið í þennan leik hefði ég vitað tölurnar áður. Aðstæðurnar eru hræðilegar að þessu leyti til. Það væri frábært ef Ísland myndi stökkva inn í þetta jafnvægisumhverfi, en það sem heldur aftur af konum er að vísisjóðirnir tala fyrir því að konur séu ekki með nógu stórar hugmyndir.

Ég fengið spurningar eins og; ha! ætlar þú að fara með þetta erlendis? Mér er ekki trúað. 67% kvenna fá spurningar um það hversu illa þessi hugmynd gæti farið og 67% karlmanna fá spurningar hvernig hugmyndin gæti gengið betur. Hugmyndir kvenna eru ekki upp á pallborðinu.“

Konur hafa verið frumkvöðlar frá byrjun og eru samfélagslega sinnaðar

Þorbjörg segir að hugsunin þurfi að breytast og að vera meiri langtímahugsun, tengd samfélaginu.

- Auglýsing -

Það hafa ekki margar konur komist í gegnum múrinn, en Vilborg hjá Mentor var fyrsta konan sem fékk pening frá vísisjóði. Það tók hana langan tíma að sannfæra þá um ágæti þessa verkefnis og það tók örugglega 13 ár fyrir Mentor að skila tekjum.

„Við þurfum að hætta að segja að konur hugsi ekki nógu stórt. Þetta er aðalvandamálið. Það er litið á konur eins og þær séu metnaðarlausar. Konur eru með stórar hugmyndir og enginn munur er á milli kynninga kvenna og karla. Þó svo að það sé greinilegur munur hvernig er hlustað. Það er frekar hlustað á karla en konur við kynningar,“ segir Þorbjörg.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -