Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Kvíði og þunglyndi hröktu tveggja barna móður úr námi – 18 þúsund krónur til að lifa af mánuðinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hafði lokið þremur árum í læknisfræði við Háskóla Íslands þegar ég varð að hætta námi vegna kvíða og þunglyndis,“ segir rúmlega fertug tveggja barna móðir.

Í dag, 11 árum seinna, er hún ein af 73 konum sem Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur styrkir til náms þetta skólaárið. Hún leggur nú lokahönd á mastersritgerð í matvælafræði og treystir sér ekki til þess að koma fram undir nafni.

Lífið er ófyrirsjáanlegt og tekur oft óvæntar sveigjur. Eftir að hafa orðið að hverfa frá námi í læknisfræði, tóku við ár þar sem áherslan var fyrst og fremst lögð á að ná betri tökum á heilsu og líðan. Fyrir um fimm árum síðan var hins vegar aftur komið að því að halda áfram námi.

Bætur fara stutt

Möguleikar til atvinnu þennan tíma höfðu verið takmarkaðir og hún hafði reitt sig á endurhæfingar- og örorkubætur. Hins vegar duga slíkar bætur stutt þegar óvænt útgjöld koma upp á líkt og oft gerist í barnafjölskyldum. „Það var fyrir ári, eftir röð atvika, sem ég leitaði til Mæðrastyrksnefndar.“

„Ég átti 18 þúsund inni á bankareikningi í upphafi mánaðar og það voru að koma páskar.“ Þetta var í fyrsta sinn sem hún hafði leitað eftir stuðningi og lýsir því að það hafi verið ákveðinn þröskuldur að stíga þetta skref, en að sér hafi verið tekið af hlýju í þessum erfiðu aðstæðum og meðal annars bent á að hún gæti sótt um styrk fyrir skólagjöldum og námsgögnum í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar.“

- Auglýsing -

Stuðningurinn breytir öllu

„Að vita að ég stend ekki ein og á stuðning vísan hefur bein áhrif á líðan mína,“ segir hún og bendir á að stöðugar áhyggjur af því að láta enda ná saman auki aðeins á og viðhaldi sjúkdómseinkennum. „Það skiptir svo miklu máli fyrir heilsu mína að vita að ég hef stuðning. Til dæmis hafði ég miklar áhyggjur af því hvað tölvan mín, þar sem öll mín gögn voru vistuð og þar sem kennslan fór fram, var orðin léleg. Meira að segja hljóðið var hætt að virka. Þá tók Menntunarsjóður við og styrkti mig með tölvu og létti þannig af mér þessum kvíðavaldi.“

Hún lýsir því jafnframt hvernig áhyggjur af því að eiga fyrir skólagjöldum og námstengdum kostnaði hafi bæst ofan á áhyggjur af öðrum útgjöldum heimilisins. „Að eiga fyrir þessu var streituvaldur sem lagðist yfir og eyðilagði sumarið. Þess vegna, þegar ég veit nú að allir þessir hlutir, námsgjöld og bókastyrkur eru tryggir, þá er það svo stór partur af því að draga úr áhyggjum…

- Auglýsing -

Mér líður miklu betur af því að ég veit að þetta verður allt í lagi,“ segir hún og bætir svo við, „það verður allt svo miklu skemmtilegra og léttara þegar ég veit að endar ná saman.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -