- Auglýsing -
Særstu jarðskjálfar sem riðu yfir í nótt mældust við Eldey, suðvestan við Reykjanesið. Skjálfti að stærðinni 3,4 mældist klukkan korter í fjögur í nótt en samkvæmt heimildum mbl.is er það stærsti skjálftinn sem mælst hefur síðastliðna tólf klukkutíma.
Þá herma heimildir að líklegt þyki að kvikan sé komin upp á aðeins nokkura tuga metra dýpi.Því má ætla að stutt sé í að eldgos hefjist. Líkt og greint hefur verið frá er Grindavíkurbær tómur og íbúar hans bíða nú í mikilli óvissu um það hvort þau fái að snúa til síns heima.