Laugardagur 21. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Kvótakóngur krefst milljarðs frá almenningi- Vill fund með ráðherrum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum stendur fast á þeirri kröfu að ríkissjóður greiði fyrirtækinu fast að milljarði króna í bætur vegna úthlutunar á makrílkvóta sem eigendur félagsins telja að hafi falið í sér ranglæti. Í upphafi voru sjö útgerðarfélög sem vildu bætur frá almenningi upp á 10 milljarða króna. Fimm félög hættu við lögsókn á hendur ríkinu eftir almenna fordæmingu á kröfunum um bætur fyrir óveiddan fisk. Meðal þeirra sem hættu við lögsókn er Ísfélagið í Vestmannaeyjum sem er að mestu í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, upplýsir í Morgunblaðinu í dag að fyrirtæki hans standi fast á þeirri kröfu að  fá bætur. Fyrirtæki hans ræður yfir miklum veiðiheimildum. Hann hefur óskað eftir fundi með oddvitum ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að fara yfir stöðuna með oddvitum ríkisstjórnarinnar, sem gagnrýnt hafa kröfurnar. Bæði Bjarni Benediktsson fjármálráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafa gagnrýnt kröfur útgerðarmannanna um milljarða úr ríkissjóði. Eftir þá gagnrýni hrukku  fimm félaganna til baka með kröfurnar en Sigurgeir Brynjar heldur sínu striki.

Hann segir við Morgunblaðið að boð til  ráðherranna um fund standi enn og þá myndi honum gefast tækifæri til að fara yfir málið og hugsanlega semja um lyktir þess. Almenn fordæming er á kröfu kvótakónganna á hendur almennings um bætur fyrir kvótann sem að lögum er í eigu almennings. Ólíklegt er talið að ríkisstjórnin fundi með Sigurgeiri Brynjari um milljarðskröfuna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -