Sérstaklega verður horft til fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar í þessum þriðja pakka en fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt fyrri pakka ríkisstjórnarinnar.
Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, var einn af þeim sem lét í sér heyra eftir að ríkisstjórnin kynnti annan aðgerðarpakkann sinn. Hann sagði stjórnvöld skauta fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustunni.
„Ég settist niður í gær og beið spenntur eftir útspili stjórnvaldi til handa fyrirtækja sem lent hafa í skakkaföllum vegna tíðnefnds Covid faraldurs. Þegar útsendingu lauk var ekki laust við að manni féllust hendur. Ekki var minnst svo mikið sem einu orði á stærstu atvinnugrein landsins,“ skrifaði hann meðal annars.
Sjá einnig: Björgunarpakki 3 á morgun