Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Kynna nýjan snjallsímaleik í anda Scrabble – Hægt að sjá og spjalla við mótherjann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Teatime kynnti í dag nýjan snjallsímaleik, One Word. Um orðaleik í anda Scrabble er að ræða. Í tilkynningu um leikinn segir að notendur hans geta átt í meiri samskiptum en áður hefur þekkst í leikjum af þessu tagi með myndspjalli.

One Word er í grunninn orðaleikur í anda Scrabble þar sem hægt er að skora á vini jafnt sem ókunnuga spilara um allan heim. Í leiknum mynda notendur orð úr stöfum sem þeim eru úthlutaðir og er markmiðið að reyna að fá fleiri stig en mótspilarinn.

Með myndspjalli má svo sjá mótherjann og heyra viðbrögð hans í beinni. Tekið er fram að þeir sem það kjósa geta einnig slökkt á myndavél og hljóðnema en þá birtist í staðinn broskall sem líkir eftir svipbrigðum spilarans.

„Stór hluti þess að spila við einhvern annan er að sjá viðbrögðin við sigri og tapi…“

„Það sem er ekki síst spennandi er Teatime Live virknin sem tengir myndsímtöl við snjallsímaleiki og færir upplifunina nær því að spila borðspil heima í stofu,“ er haft eftir Þorsteini Friðrikssyni, forstjóra og einum stofnenda Teatime.

„Stór hluti þess að spila við einhvern annan er að sjá viðbrögðin við sigri og tapi eða þegar annar spilarinn kemst yfir á lokamínútunni. Við teljum þessa viðbót geta valdið straumhvörfum í símaleikjaheiminum.“

One Word er nú þegar aðgengilegur í Apple App Store og Google Play.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -