- Auglýsing -
Gular eða appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi í flestum landshlutum og kröpp lægð nalgast landið.
Kemur fram á vef Veðurstofunnar að megi búast við vaxandi suðvestanátt og rigningu en þurrt norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til 6 stig.
Varasamt ferðaveður er sagt víðast hvar á landinu en tekur að lægja í kvöld og nótt.
Á morgun er búist við hægum vindum og éljagangi, hiti núll til átta stig.
Þá tekur að snjóa á suðurlandi á föstudag og er búist við snjókomu með hléum fram til sunnudags.