Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„Læknar á besta aldri óvinnufærir útaf álagi – Í sjúklegu streituástandi og íhuga að hætta störfum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Geð­lækn­irinn og sér­fræð­ing­urinn í streitu og kuln­un, Ólaf­ur Þór Æv­ars­son, seg­ist hitta allt að þrjá lækna á viku í sínu starfi sem eru orðn­ir óvinnu­fær­ir vegna alltof mikillar streitu. Hann nefnir að lækn­arn­ir geti ekki tek­ið sér veik­inda­leyfi vegna mönn­un­arvand­amála á spít­ölum landsins; þeir geta ekki hvílt sig til að ná bata.

Ólafur hefur rannsakað álag í læknastéttinni og nefnir að niðurstöður hennar hafi komið honum á óvart; vegna þess hve hátt hlutfall af læknum sé undir alltof miklu álagi; sumir læknar séu komnir í sjúklegt streituástand.

Niðurstöður könnunar Ólafs gáfu til kynna að mun fleiri starfandi læknar upplifðu rosalega streitu; mun meiri en Ólafur hélt áður en rannsóknin hófst og segir hann að „ég hafði áhyggjur af því þegar rannsóknin var kynnt hvort þetta gæti verið rétt.“

Og bætir við:

„Niðurstöðurnar voru áhyggjuefni. Allt að tveir þriðju hlutum lækna eru undir ofurálagi og lítið má út af bregða til þess að þeir finni fyrir skerðingu á starfsgetu,“ segir Ólafur, en öllum íslenskum læknum var boðin þátttaka í könnun hans; meirihluti þeirra þáði boðið.

Ásamt rannsóknarstörfum hittir Ólafur lækna sem hafa upplifað mikla streitu og kulnun, í þeim tilgangi að hjálpa þeim að ná tökum á henni og ná bata.

- Auglýsing -

„Ég er að hitta tvo til þrjá lækna á besta aldri á viku sem eru í raun og veru orðnir óvinnufærir af álagi. Þeir eru komnir með meira en kulnun; komnir í ástand sjúklegrar streitu.“

Fram kemur í niðurstöðum rannsóknar Ólafs að helmingur af læknunum sem tóku þátt hafa hugleitt alvarlega að hætta að stunda læknisfræði.

Heimild: Stundin

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -