Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Læknirinn í eldhúsinu lætur sér ekki leiðast í sóttkví

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir, sem margir þekkja betur sem læknirinn í eldhúsinu, er einn af mörgum Íslendingum sem er í sóttkví um þessar mundir en hann var staddur á skíðum í Austurríki nýverið.

Ragnar lætur sér ekki leiðast og skrifar reglulega færslur um sóttkvína og hvað hann aðhefst. Hér er listi sem hann birti í dag yfir það sem hann ætlar að gera í sóttkvínni og sá listi er langur og ku vera frá Júlla J á Dalvík að hans sögn. En Ragnar hefur alla vega nóg að gera í sóttkvínni. Mannlíf óskar honum velfarnaðar í ÖLLUM sínum verkefnum.

„Auk þess að hringja í COVID19 smitaða einstaklinga í dag þá er ég að vinna í þessum lista að neðan sem ku vera frá Júlla J á Dalvík;

Halda rútínu, láta klukku hringja.
Mála barnaherbergið
Baka snúða fyrir sumarútilegrunar
Taka allt upp úr frystikistunni og gera lista
Taka til í gömlum myndalabúmum
Fara yfir öll föt og gefa síðan í hjálparstofnanir
Fara í laaaannnngggtt bað
Raða frímerkjunum sem að þig hefur aldrei langað til að gera
Taka allt dót niður af stóra loftinu, henda gefa og raða
Skipta um síur í öllum krönum heimilisins
Þvo og sótthreinsa alla vatnslása
Taka sumavélina og grinnka á haugnum
Hreinsa á bakvið ofnana
Afþýða ísskápinn
Olíubera parketið
Hringja í alla sem að þú hefur ætlað að hringja í…
Pússa allt gler í húsinu
Fægja silfrið
Hreinsa/þrífa bökunarofninn
Baka tvo tertubotna fyrir páskana
Skrifa á jólakortin
Gera jólagjafalista
Snúa öllu við í einu herberginu og raða uppá nýtt
Skrautmála rúmgaflinn í hjónaherberginu
Smyrja lamir og hurðahúna
Herða á því sem er laust og ískrar í
Laga gömlu hilluna sem er á bakvið kommóðuna í bílskúrnum
Laga til í bílskúrnum
Lesa gömlu ástarbréfin
Senda boð á næsta ættarmót
Klára ritgerðina
Baka kleinur handa þeim sem koma og færa þér mat og annað
Laga til í gömlu uppskriftabókinni
Skoða gamla skargtripaskrínið
Athuga á Íslendinga bókhvort að þú ert skyldur/skyld Víði Reynissyni
Mála bílskúrshurðina að innan
Fara yfir stöff í búrinu og éta það sem er útrunnið
Syngja í baðinu
Þrífa flísarnar á baðinu með ediki
….umfram allt skal hafa gaman af þessu öllum stundum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -