Föstudagur 1. nóvember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Landhelgisgæslan lagaði óvirkan sendi á miðri æfingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var við æfingar í gærmorgun þegar í ljós kom að mikilvægur sendir á Straumnesfjalli væri orðinn óvirkur. Gæslan gekk í málið.

Fram kemur á heimasíðu Landhelgisgæslunnar að á æfingu áhafnarinnar á TF-GRO í gærmorgun hafi verið flogið vestur að Straumnesfjalli. Þar er staðsettur svokallaðaur AIS sendir, sem sendir stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mikilvægar upplýsingar um staðsetningu skipa í Ísafjarðardjúpi og út af Vestfjörðum. Var hann orðinn óvirkur vegna straumleysis.

AIS sendirinn á Straumnesfjalli.
Ljósmynd: Landhelgisgæslan

Fékk áhöfnin þær upplýsingar frá tæknimönnum Neyðarlínunnar að líklegasta skýringin væri sú að rafstöð á fjallinu væri orðin olíulaus og mikilvægt að koma henni aftur í gang. Á heimasíðunni segir að þyrlunni hafi verið lent á fjallinu rétt við endurvarpann og að hluti áhafnarinnar hafi farið að stöðinni til að kanna ástand hennar.

Olíu var dælt af tunnum yfir á olíutank rafstöðvarinnar og skömmu síðar fengust þær upplýsingar að sendirinn væri kominn aftur í samt lag.

Hrannar Sigurðsson, spilmaður og flugvirki, dælir olíu af tunnum yfir á rafstöðina.
Ljósmynd: Landhelgisgæslan

Áhöfnin tók þá aftur á loft og hélt æfingunni áfram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -