Kai Blöndal, yfirlæknir á göngudeild sóttvarna, sem starfar á vegum Útlendingastofnunar er kemur að hælisleitendum, braut lög og reglur með því að gefa út vottorð þess efnis að albönsk kona gengin 36 vikur mætti fara í flug. Konunni, unnusta hennar og tveggja ára barni þeirra var vísað burt úr landi að er virðist í ofboði en þau höfðu ekki fengið úrskurð frá kærunefnd útlendingamála sem þýðir að niðurstaða lág ekki endanlega fyrir í máli þeirra. Þetta átti sér stað árið 2019.
Brot Kai Blöndal
Landlæknir hefur úrskurðað í máli albönsku konunnar sem var gengin 36 vikur en þó talin í nógu góðu standi til þess að fara í 19 klukkustunda flug til Albaníu. Konan hafði einungis farið í blóðprufu á göngudeild sóttvarna í Mjódd en hafði að eigin sögn ekki hitt Kai Blöndal lækni. Kai gat eigi að síður skrifað út vottorð fyrir Útlendingastofnun þess efnis að konan gæti ferðast í 19 klukkustundir.
Vottorð mæðraverndar ekki tekið gilt
Albanska konan hafði leitað á Mæðravernd Landspítalans vegna blæðinga sem taldar voru orsakast af stressi í kjölfar þess að Útlendingastofnun hafði sent fulltrúa á heimili þeirra að kvöldlagi til þess að tilkynna þeim um skyndilegan brottflutning þeirra. Konan fékk vottorð þar sem kvað á um það að konan væri ekki í ferðahæfu ástandi. Tveir lögreglumenn stoðdeildar sem skoðuðu téð vottorð sögðu það engu máli skipta því vottorð frá Kai Blöndal kvæði á um annað. Fjölskyldan var því flutt úr landi á þessum forsendum.
Málið verður tekið lengra
Lögmaður albönsku konunnar, Claudia Ashanie Wilson hefur gefið út að hún muni taka málið lengra enda muni skjólstæðingur hennar þurfa að lifa við afleiðingarnar. Vísir.is greindi fyrst frá. Ljóst er að Kai Blöndal braut mjög illilega á konunni og gaf meðal annars út vottorð án þess að skoða konuna og þar að auki hvorki veitti hún eða útvegaði konunni ekki þá heilbrigðisþjónustu sem henni bar að gera. Forvitnilegt verður að sjá hvernig tekið verður á gjörðum læknisins því ljóst er að hún hefur þverbrotið læknaeiðinn og við því eru viðurlög.