- Auglýsing -
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur blásið af ráðstefnuna Björgun 2020 sem fyrirhuguð var í októbermánuði. Hertar sóttvarnarreglur yfirvalda er ástæðan að stjórnin tók þá ákvörðun að aflýsa ráðstefnunni.
Stjórn Landsbjargar segir ákvörðun um aflýsingu alls ekki hafa verið auðvelda enda skipi ráðstefnan stóran sess til að skipuleggja faglegt björgunarstarf á Íslandi. Fjöldatakmarkanir á samkomum vegna Covid-19 eru ástæðan fyrir ákvörðuninni og telur stjórnin ákvörðunina um aflýsingu Björgun 2020 vera ábyrga og rétta ákvörðun.