Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Landsliðið í stormi samfélagsmiðla – Ásakanir um kynferðisbrot og heimilisofbeldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landslið karla í knattspyrnu á í miklum vanda þessa daga. Liðið er í stormi samfélagsmiðla þar sem ásakanir á liðsmenn ganga ljósum logum og einn þeirra, Gylfi Sigurðsson, sætir lögreglurannsókn vegna meints kynferðsbrots gagnvart ungri stúlku. Aðrir tveir hafa verið sakaðir um alvarleg brot en þó aðeins á samfélagsmiðlum. Algjör þögn hefur verið um þær ásakanir. Hvorki KSÍ né umræddir menn hafa tjáð sig um þau mál.

Öllu léttvægara mál snýr að knattspyrnukappanum Ragnari Sigurðssyni sem var tilkynntur til Knattspyrnusambands Íslands, fyrir ofsafengna hegðun á heimili sínu sem urðu tilefni lögregluafskipta. Gríðarlegar sögusagnir hafa verið á samfélagsmiðlum um hegðun Ragnars. Ekkert bendir til þess að KSÍ hafi aðhafst nokkuð í málinu og sambandið hafnar því alfarið í samtali við Mannlíf að ræða málið, sem og önnur mál um meinta ofbeldishegðun landsliðsmanna Íslands.

Frásagnir vitna sem Mannlíf hefur rætt við eru á þá leið að Ragnar hafi misst stjórn á sér og fengið reiðikast á heimili sínu sumarið 2017. Atburðurinn átti sér stað í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu þar sem Ragnar bjó með fyrrverandi eiginkonu sinni, þegar hann var í heimsóknum hér á landi sem atvinnumaður erlendis. Þegar heim var komið gekk Ragnar berserksgang á heimilinu, án þess að veita konu sinni sjáanlega áverka eftir því sem Mannlíf kemst næst. Vitnin bera því við að landsliðsmaðurinn hafi verið fluttur af heimili sínu af lögreglu og var makinn fyrrverandi í uppnámi þessa nótt.

Nágranni sem hlúði að makanum fyrrverandi þessa nótt hringdi daginn eftir í KSÍ og sagði starfsmanni knattspyrnusambandsins frá því sem gerst hafði þessa nótt og kvartaði yfir hegðun Ragnars. Mannlíf hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá KSÍ vegna málsins. Fyrirspurnin var send með tölvupósti á formann, stjórn og starfsfólk KSÍ, sem og landsliðsþjálfara karlalandsliðsins en svörin eru alltaf á sömu lund:

„Við sjáum okkur einfaldlega ekki fært að tjá okkur um efni erindisins.“

Sögur um framferði Ragnars virðast vera langt umfram það sem gerðist í raun.

Mikill keppnismaður

Tekið skal fram að orðrómur um skapofsaköst Ragnars hefur verið lengi í gangi, en þó eru engin gögn til um að Ragnar hafi beitt aðra manneskju líkamlegu ofbeldi. Sögur um framferði hans virðast vera langt umfram það sem gerðist í raun. Hann hefur tjáð sig í viðtali fyrir nokkrum árum að hann hafi lengi átt erfitt með að hemja skap sitt, enda mikill keppnismaður. Mál Ragnars hafa ekki farið fyrir dómstóla og fór Mannlíf yfir málið með lögmanni Ragnars. Eftir umhugsun ákvað Ragnar að gefa ekki kost á viðtali.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Segir tvo þjóðþekkta Íslendinga hafa nauðgað sér ítrekað: „Ég skila skömminni, FOKKIÐ YKKUR “

Gulldrengurinn fallinn af stalli

Annar máttarstólpi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Gylfi Þór Sigurðsson, er í vanda þessa dagana en honum er gefið að sök að hafa brotið gegn stúlku undir lögaldri, líkt og Mannlíf greindi fyrst fjölmiðla frá. Nýverið var honum sleppt úr haldi eftir að hafa borgað tryggingu þess efnis og er hann laus til 16. október næstkomandi.

- Auglýsing -

Það kom eins og blaut tuska framan í íslensku þjóðina að Gylfi hefði verið handtekinn grunaður um áðurnefnt brot. Þetta eru einhverjar óvæntustu fréttir sem landsmenn hafa fengið í langan tíma.

Gulldrengurinn Gylfi er um þessar mundir fallinn af stalli sem konungur íslenskra knattspyrnumanna, en máli hans er þó alls ekki lokið. Hann liggur undir grun en hefur ekki verið dæmdur. Flestir vona að mál hans sé reist á misskilningi og hann snúi aftur.

Gylfi hefur ekki verið sakfelldur fyrir eitt né neitt og hið sama má segja um aðra landsliðsmenn í fótbolta. Fólki er brugðið; enginn átti von á neinu slíku í tengslum við Gylfa, sem ávallt kemur vel fyrir, er kurteis og vingjarnlegur og á aðdáendur út um allan heim.

Mál Gylfa mun fara sína réttu leið og eru allir hvattir til að halda ró sinni og láta ekki út úr sér nein særandi opinber ummæli; Gylfi á fjölskyldu – nýfætt barn og er að ganga í gegnum erfiða tíma, eins og allir í fjölskyldu hans og Alexöndru konu hans, vinir og vandamenn.

Gylfi segist vera saklaus og á hann skýlausan rétt á því að hann sé ekki dæmdur fyrirfram af einum né neinum. Hið sama má segja um aðra leikmenn íslenskra landsliðsins.

Sjá einnig: Tengdafaðir Gylfa Þórs knattspyrnukappa: „Þau eru ekki að skilja“

Fleiri í vanda
Aðstoðaþjálfari Íslenska landsliðsins, Eiður Smári Guðjónsen náðist á myndbandsupptöku í miðbæ Reykjavíkur í annarlegu ástandi og var í kjölfarið sendur í tímabundið leyfi frá störfum, síðastliðinn júní. Áður mætti hann líka undir áhrifum áfengis í útsendingu Símans sem sérfræðingur um knattspyrnu.

Eiður Smári tók þátt í blaðamannafundi íslenska landsliðsins í höfuðstöðvum KSÍ í gær og var þar spurður út í leyfið. Eiður brosti og sagðist bara vitna í yfirlýsinguna sem gefin var út í júní, „þá held ég að ég hafi tekið á þeim mál­um og ég held að KSÍ hafi líka gert það.“ Þá var Eiður spurður út í það hvað nákvæmlega hann hafi gert til þess að taka á sínum málum. Svaraði hann því til að „öllu sem tek­ur á í per­sónu­lega líf­inu haldi maður bara þar“.

Sjá einnig: Eiður sagður vera undir áhrifum í beinni útsendingu – KSÍ og Síminn á flótta – Sjáðu atvikið

Það gustar um landsliðið og KSÍ þessa dagana. Landsliðið er stormi samfélagsmiðla og í augljósum ímyndarvanda, hvað svo sem er í til í ásökununum á hendur lykilleikmönnum liðsins. Formaður sambandsins, Guðni Bergsson, er einnig sakaður um lygar. Eina formlega svarið sem borist hefur frá höfuðstöðvum knattspyrnusambandins var neðangreind yfirlýsing:

Yf­ir­lýs­ing Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands:

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) legg­ur áherslu á fag­leg vinnu­brögð þegar fram koma ábend­ing­ar eða kvart­an­ir um meint of­beldi sem með ein­um eða öðrum hætti má rekja til starf­semi inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar. Knatt­spyrnu­hreyf­ing­in á Íslandi er fjöl­menn og eru skráðir iðkend­ur um 30 þúsund. KSÍ hef­ur ríka hags­muni af því að sá mikli fjöldi sem starfar eða tek­ur þátt í starf­semi knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar hér á landi upp­lifi ör­yggi og vel­ferð í starfi sínu eða þátt­töku og sam­bandið tek­ur skýra af­stöðu gegn öllu of­beldi.

Ef til­kynn­ing­ar um mál sem tengj­ast einelti eða of­beldi (m.a. kyn­ferðisof­beldi) koma inn á borð sam­bands­ins er tryggt að þau fari í viðeig­andi ferli. All­ir verk­ferl­ar slíkra mála hafa verið end­ur­bætt­ir og hafði fyrsta bylgja #Met­oo m.a. áhrif þar á. Jafn­rétt­isáætl­un og jafn­rétt­is­stefna sam­bands­ins hafa verið upp­færðar og er þar fjallað sér­stak­lega um kyn­ferðis­legt of­beldi. Þá hef­ur KSÍ staðið fyr­ir vinnu­stofu um kyn­ferðisof­beldi fyr­ir aðild­ar­fé­lög sín og bætt fræðslu um kyn­ferðisof­beldi inn í náms­efni þjálf­ara­mennt­un­ar.

Eins og gef­ur að skilja eru mál sem varða kyn­ferðisof­beldi vandmeðfar­in og kall­ar meðferð þeirra á fag­leg, vönduð og ekki síður yf­ir­veguð vinnu­brögð. Ef grun­ur er um lög­brot er ávallt hvatt til aðkomu lög­reglu­yf­ir­valda og eins er leitað aðstoðar hjá Sam­skiptaráðgjafa íþrótta- og æsku­lýðsmá­la, sem er sér­fræðing­ur rík­is­ins í meðferð slíkra mála.

KSÍ get­ur ekki tjáð sig um ein­stök mál sem upp kunna að koma á op­in­ber­um vett­vangi vegna trúnaðar og per­sónu­vernd­ar­mála. Rétt er þó að ít­reka að KSÍ ger­ir eng­ar til­raun­ir til að þagga niður of­beld­is­mál eða hylma yfir með gerend­um. Dylgj­um um slíkt er al­farið vísað á bug.

KSÍ er ávallt til­búið til að gera bet­ur og vík­ur sér ekki und­an mál­efna­legri gagn­rýni á starf sam­bands­ins. Því er sam­talið um of­beld­is­mál mik­il­vægt og ábend­ing­um sem eru til þess falln­ar að bæta hag iðkenda og áhuga­fólks um knatt­spyrnu vel tekið.

Landslið Íslands er í gífurlegum vanda eins og merkja mátti á dauflegum blaðamannafundi þar sem þjálfarar liðsins voru á flótta undan spurningum fjölmiðla varðandi þau hneykslismál sem dynja á liðinu. Og allt málið er þjóðinni áfall. Silfurdrengir þjóðarinnar eru í vanda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -