Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Landsliðsmenn í fótbolta ósáttir við vistun í sóttvarnarhúsi – Aðskildir með gaddavír

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Eftir átta skimanir og einangrun í Ungverjalandi þá bíður okkar dvöl í sóttvarnarhúsi fram á næsta þriðjudag í næstu viku…… alveg eðlilegt bara,“ skrifar Jörundur Áki Sveinsson knattspyrnuþjálfari sem var með 21.árs liðinu,  á Twitter.

Menn augljóslega ekki kátir með miðfingurinn á lofti Mynd: Twitter, Jörundur Áki

Í gærkvöld komu til landsins tvö landslið í fótbolta, 21. Árs liðið og A- liðið. Þeir leikmenn sem búsettir eru hér á landi flugu saman heim frá Sviss en gættu þess að halda fjarlægð. Annað liðið sat aftast í vélinni en hitt framar. Nýjar reglur tóku gildi sama dag varðandi landamæri og áhættusvæði svo örlög liðanna við komuna til landsins voru ekki þau sömu. Vísir greindi fyrst frá.

Gaddavír á Leifstöð

A- liðið mátti fara heim til sín og taka út fimm daga sóttkví þar en 21.árs liðið og allt þeirra fylgdarlið varð að sæta fimm daga dvöl í sóttvarnarhúsi. Í Leifsstöð má geta þess að girt var á milli þeirra sem þurfa að fara í sóttvarnarhús og annarra með gaddavírsgirðingu. Það er gert svo fólk reyni ekki að sleppa við vistina.

Ósáttir með vistunina

Sumir hafa ekki legið á skoðunum sínum yfir þeim örlögum að þurfa að eyða næstu fimm dögum í sóttvarnarhúsi. Sæbjörn Steinke, fréttaritari sem fylgdi 21.árs liðinu birti á Twitter myndband af máltíð sem hann fékk með orðunum „Svo mikið key að bjóða upp á rifinn ost og lax saman í máltíð.“

- Auglýsing -

Í tísti Snæbjörns í morgun má skilja sem svo að leita eigi réttar síns varðandi vistunina. Í tístinu segir „Ég veit fyrir víst að Höddi löpp er í sambandi við lögfræðing. Læt vita ef ég heyri meira. Löppin gekk inn með glænýja ps4 fjarstýringu í gærkvöldi. Passið ykkur á honum í hinu gúlaginu.

Myndbandið af matnum sem Snæbjörn tísti um má sjá hér.

Menn augljóslega ekki kátir með miðfingurinn á lofti Mynd: Twitter, Jörundur Áki

Hafliði Breiðfjörð birtir mynd á Instagram af gaddavírsgirðingu sem skilur að liðin tvö. Hafliði segir að þessu fylgi frelsissvipting sem er meiri en í fangelsi. Hann velltir því upp hvort ekki megi kalla þetta sóttvarnarfangelsi.

- Auglýsing -

 

Gaddavírsgirðing á Leifsstöð    Mynd: Instagram Hafliði Breiðfjörð

 

Bæði lið höfðu viðkomu á hááhættusvæðum

21.árs liðið hefur verið að spila á Evrópumótinu í Ungverjalandi sem telst til dökkrauðs lands. A- liðið hefur verið að fara á milli Þýskalands, Armeníu og Sviss og spiluðu auk þess í Liechtenstein sem einnig er dökkrautt land. Hér má finna lista yfir þau lönd sem eru á lista fyrir sóttvarnarhús

Furðulegar reglur

Af hverju gilda þá svona mismunandi reglur um liðin tvö? Annað fær að fara heim í sóttkví en hitt ekki. Ástæðan virðist vera sú að A- liðið stoppaði skemur en 24 klukkustundir í Liechtenstein. Þetta verða að teljast undarlegar reglur sem farið er eftir á Íslandi því ekki spyr Covid – 19 að því hvað fólk er búið að dvelja lengi á svæðinu áður vírusinn læsir sig í viðkomandi. Þegar fólk sem er að koma frá dökkrauðu svæðum sem teljast til hááættusvæða, skyldi maður nú ætla að jafnt gengi yfir alla sama hve lengi hefði verið dvalið á hááhættusvæðinu.

 

í gær 1.april 2021 greindust sex með Covid- 19, einn utan sóttkvíar. Hér má sjá nýjustu tölur inn á Covid.is

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -