Sala á áfengi hefur aukist um 3,13% það sem af er ári ef miðað er við sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins.
Þar kemur fram að mikil aukning hefur orðið í sölu freyðivíns og kampavíns en alls hafa selst um 205 þúsund lítrar af kampavíni og freyðivíni það sem af er ári. Söluaukningin nemur tæpum 32% ef miðað er við árið 2018. Hvítvíns- og rósavínssala eykst á meðan
rauðvínssala stendur í stað.
Tölur ÁTVR sem Morgunblaðið vísar í leiða einnig í ljós að meira selst af jólabjórnum í ár og söluaukningin 3,75%. Þá er Tuborg vinsælasti jólabjórinn en tæplega 48% allra seldra jólabjóra er frá Tuborg.