Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Landspítali þegir um umönnun kvenna eftir fósturmissi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landspítalinn tjáir sig ekki um gagnrýni á hendur spítalanum fyrir að sinna illa þeim konum sem glíma við fósturmissi. Mannlíf hefur leitað svara hjá spítalanum vegna frásagna fjölda kvenna á samfélagsmiðlum sem allar segja Landspítala hafa brugðist sér við fósturmissi.

Fyrst var á það brugðið að ræða við skiptiborð þar sem blaðamaður kynnti sig spurði hvort unnt væri að fá að tala við Huldu Hjartardóttur, yfirlækni fæðingarþjónustu. Það reyndist ekki vera möguleiki en það væri athugandi að senda henni tölvupóst.

Í kjölfarið var sendur tölvupóstur þar sem vísað var í mál Sigríðar Jónsdóttur sem hóf umræðuna með skrifum sínum um skelfilega reynslu sína af spítalanum eftir fósturmissi. Sigríður þurfti að bíða frá föstudegi til mánudags eftir að fæða telpuna sína.

Spurningar Mannlífs til Landspítala voru eftirfarandi:

  • Er starfsfólk til staðar um helgar til að takast á við mál sem þetta, ef satt reynist?
  • Hverjar eru verklagsreglur varðandi tímalengd frá því að fóstur greinist látið og fæðing er sett af stað?
  • Er til staðar prestur eða áfallateymi sem talar við konur sem hafa þurft að þola fósturmissi?
  • Ef ekki, er það þjónusta sem spítalinn hefur íhugað að veita?

Ekki bárust svör frá Huldu svo brugðið var á að senda Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítala, sömu spurningar. Í gærkvöldi kom barst svo tölvupóstur frá Stefáni Hrafni Hagalín, deildarstjóra samskiptadeildar Landsspítala. Hann hljóðar svo.

„Landspítali má því miður hvorki tjá sig um einstök mál né getum við rætt efnisatriði þeirra á almennum nótum. Við bendum á aðgengilegt fræðsluefni um þessi málefni hjá bæði Landspítala og félagasamtökum á borð við Gleym mér ei.

- Auglýsing -

Kær kveðja og takk fyrir góðar spurningar.”

Það er því ljóst að ríkisrekinn þjónustofnun vísar á frjáls félagasamtök til upplýsingagjafar um verklagsreglur spítalans þegar kemur að umönnun kvenna sem hafa þurft að þola fósturmissi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -