Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Landspítalinn á varðbergi gagnvart dularfullum barnasjúkdómi tengdum COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við höfum ekki séð þetta hér enda sjaldgæft,“ segir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir um dularfullan barnasjúkdóm sem víða í veröldinni herjar á börn og hefur leitt nokkur þeirra til dauða. Talið er að sjúkdómurinn tengist kórónaveirunni sem veldur einnig COVID-19 sjúkdómnum.

Sjald­gæfur sjúk­dómur sem tengist CO­VID-19 hrjáir nú fjölda barna á heims­vísu og samkvæmt Reuters fréttastofunni hafa 230 tilfelli komið upp þar sem börn hafa veikst af þessum sjúkdómi. Tvö börn hafa látist í Evrópu og í Bandaríkjunum er grunur um að minnst þrjú börn hafi látist af þessum sjúkdómi sem þykir svipa til Kawasaki-sjúkdómsins sem veldur óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum og leggst einkum á ung börn. Þessi dularfulli sjúkdómur virðist hins vegar líka leggjast á eldri börn en nýverið lést 14 ára barn í Lundúnum af völdum sjúkdómsins en þar í landi hafa nærri hundrað börn sýnd einkenni hans.

„Það gæti þó gerst og við erum á varðbergi“

Valtýr Stefán Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins.

Í alvarlegustu tilvikunum sem upp hafa komið hafa börn látist eftir hjartabólgur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur biðlað til heilbrigðisstarfsfólks að vera vakandi fyrir sjúkdómnum en það er þó ósannað að hann tengist kórónaveirunni beint. Þó svo að engin tilfelli hafi greinst hér á landi er Valtýr öllu viðbúinn. „Það gæti þó gerst og við erum á varðbergi,“ segir Valtýr í samtali við Mannlíf.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -