Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Landspítalinn segir þjónustu enn í boði fyrir trans börn – þótt fagmenntað fólk skorti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landspítalinn hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að þjónusta sé enn í boði fyrir trans börn og ungmenni á barna- og unglingageðdeild spítalans, BUGL.

„Vegna frétta í fjölmiðlum um transteymi barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) vill spítalinn árétta að þjónusta fyrir þennan hóp er ennþá til staðar á deildinni en unnið er að því að finna bót á erfiðri stöðu sem skapast af skorti á fagmenntuðu starfsfólki til að manna teymið. Þekkingin er afskaplega sérhæfð og það getur verið tímafrekt að finna nýja sérfræðinga í stað þeirra sem hætta.“ Þetta segir meðal annars í tilkynningu sem Landspítalinn hefur sent frá sér en Mannlífs fjallaði fyrst um málið síðastliðinn föstudag.

Í umfjöllun Mannlífs kom fram að fjölskyldur trans barna og ungmenna væru í uppnámi vegna niðurskurðar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Frá áramótum hafi ekki verið hægt að halda úti trans-teymi, sem gegni því lykilhlutverki að gera trans ungmennum kleift að komast á lyf vegna hormónastarfsemi, þegar kynþroski knýr dyra. Þetta gangi þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði, sem kveða á um að slíkt teymi skuli vera starfsrækt á BUGL.

„Það er bara verið að ala upp fleiri sjúklinga með þessu,“ sagði foreldri trans stúlku í samtali við Mannlíf um þá stöðu sem upp er komin. Dæmi séu um að foreldrar hafi í kjölfarið þurft að sitja yfir börnum sínum vegna þunglyndis, átröskunar eða sjálfsvígshættu.

Í tilkynningu spítalans kemur fram að breytingin á þjónustunni sé ekki önnur en sú að umræddur sjúklingahópur sé nú þjónustaður tímabundið á hefðbundinni göngudeild BUGL en ekki af sérstöku transteymi eins og áður var. Bráðaþjónusta sé líka alltaf til staðar. Landspítali vinni nú að umbótum í „góðu og nánu samstarfi við heilbrigðisráðuneytið vegna þess“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -