Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

„Langaði að endurnýja vinskapinn við ánægjulegri viðburð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag verða sannkallaðir endurfundir meðlima Kvennakórs Reykjavíkur þegar fyrrverandi kórfélagar munu fagna saman í húsi Domus Vox. Hafdís Hannesdóttir, sviðsritari hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, er ein þessara kvenna, en hún hefur verið í kórnum í tuttugu og sex ár og átta mánuði.

 

„Ég byrjaði í janúar 1993 en vinkona mín setti sér áramótaheit að byrja í kór og ég fór með henni. Við erum báðar enn í Kvennakór Reykjavíkur,“ segir Hafdís.

Hafdís Hannesdóttir hefur verið í Kvennakór Reykjavíkur í tæp 27 ár.

„Starfið með kórnum hefur gefið mér mikið í gegnum árin. Töfra, gleði, ótrúlegar upplifanir í mögnuðum sönghúsum um allan heim og ég hef kynnst konum úr öllum stéttum þjóðfélagsins.

Að auki heldur þetta heilanum starfandi, en við erum alltaf að læra nýja texta og nýjar nótur. Hljóðfærið kvennakór er alveg einstakt, getur gefið svo tæran og magnaðan hljóm, og það er hægt að láta kvennakóra gera svo margt, til dæmis með hreyfingum og búningum. Við mætum oft þreyttar á æfingu en förum heim endurnærðar. Mjög sterkt tengslanet hefur myndast innan kórsins.“

Hlátur, söngur og faðmlög

Um er að ræða endurfundi félaga Kvennakórs Reykjavíkur sem sungu undir stjórn Margrétar Pálmadóttur á árunum 1993 til 1997 ásamt undirleikurum og samferðafólki.

„Hljóðfærið kvennakór er alveg einstakt, getur gefið svo tæran og magnaðan hljóm.“

- Auglýsing -

„Við ætlum að fagna saman þann þrettánda september milli 17 og 20 í húsi Domus Vox við Laugaveg 116. Við köllum þennan viðburð Oh happy day þar sem við vitum að þetta verður mjög skemmtilegur dagur. Oh Happy Day er lag sem kom út á fyrsta geisladiski Kvennakórs Reykjavíkur og var mikið spilað í útvarpi en það segir mikið um líðanina þegar við komum saman. Við höfum boðið þeim konum sem við finnum á Facebook í gegnum viðburðinn: Oh Happy Day, og þær sem við höfum ekki fundið en voru í kórnum 1993-1997 eru innilega velkomnar,“ segir Hafdís.

„Við sem stöndum fyrir viðburðinum hittumst við jarðarför söngsystur og langaði að endurnýja vinskapinn við ánægjulegri viðburð en 239 konur komu við í kórnum á árunum 1993-1997. Níu konur syngja enn með Kvennakór Reykjavíkur og ellefu með Vox Feminae, sem er einn af hópunum sem voru stofnaðir út frá Kvennakór Reykjavíkur.“

Við hverju má svo búast í kvöld? „Hlátri, söng, spjalli og faðmlögum,“ segir hún ljómandi að lokum. „Það verður yndislegt að hittast og syngja saman.“

- Auglýsing -

Myndir / Aðsendar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -