Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Lára þakklát að hafa lifað af fæðingar barna sinna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Á dögunum gaf Lára út nýtt lag, Andblær, sem er þriðja smáskífan af væntanlegri breiðskífu söngkonunnar.
Segir Lára það vera 69. lagið sem hún gefur út. Lára lýsir laginu sem tilraunadjasspoppi og má með sanni segja að tilraun hennar hafi heppnast afar vel, en hlusta má á ljúfa tóna Láru hér að neðan.
Mannlíf komst að því að Láru finnst lífið fyndið, henni leiðist hrokafullt fólk og segir fjölskylduna það mikilvægasta í lífinu.

Fjölskylduhagir? Gift Arnari Þór Gíslasyni og saman eigum við Emblu Guðríði 12 ára og Rúnar Kormák 7 ára.

Menntun/atvinna? Kennari, kynjafræðingur, tónlistarkona, jógakennari og nemi í NA- Shamanisma. Eigandi MÓA studio, Bolholti 4 sem opnar 6.sept.

Uppáhalds Sjónvarpsefni? Fleabag og ég elska heimildamyndir um líf fólks og afrek.

Leikari? Emma Thompson og Ingvar E.

- Auglýsing -

Rithöfundur? Haruki Murakami og Guðrún Eva Mínervudóttir.

Bók eða bíó? Bók.

Besti matur? Fer við öll hátíðleg tilefni, stór og smá, út að borða á Austur Indiafélaginu og fæ mér Alloo Baigan Rajawadi….. best í heimi!

- Auglýsing -

Kók eða Pepsí? Ullabjakk.

Fallegasti staðurinn? Vestfirðir.

Hvað er skemmtilegt? Fíflast, hoppa í fossa, borða, elskast, fara í gufu, horfa á börnin mín gera það sem þau elska mest, fara á tónleika með Dr. Spock, semja tónlist, matarboð með fjölskyldunni, glíma, jóga, skapa MÓA studio, kenna, fara á trúnó, kafa djúpt, læra eitthvað nýtt, eldast.

Hvað er leiðinlegt? Að festast, bíða í röð, vera vanmáttug, taka bensín, stress, flýta sér, óheiðarleiki, gubbupest og covid er ekkert sérstakt.

Hvaða flokkur? Flokkurinn sem vandar sig.

Hvaða skemmtistaður? Sirkus.

Kostir? Fúsleiki til góðra verka, samskipta og dýpri tengsla.

Lestir? Hvatvís, óþolinmóð, félagsfælin (stundum) og frestunarárátta.

Hver er fyndinn? Lífið er fyndið.

Hver er leiðinlegur? Þessi hrokafulli.

Trúir þú á drauga? Ég trúi á verur og vætti en ég mundi ekki kalla það drauga.

Stærsta augnablikið? Fæðing barna minna, bæði það að hafa lifað af fæðingarnar og svo að vera treyst fyrir þessu ótrúlega krefjandi og ánægjulega hlutverki að vera mamma.

Mestu vonbrigðin? Að þurfa að velja.

Hver er draumurinn? Halda áfram að elska, vera elskuð, vera hraust, hugrökk, læra meira, gera betur, skapa, gefa af mér, þroskast og eldast.    

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Að halda geðheilsu þrátt fyrir allt sem er í gangi í samfélaginu og í lífi mínu. Svo er ég mjög stolt af MÓUM studio og plötunni sem ég er að gefa út.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Já að hafa frelsi til að velja og velja að vera frjáls í því sem ég vel.

Manstu eftir einhverjum brandara? Brandararnir mínir eru allir svona ‘you had to be there’ og fæstum finnst þeir eins fyndnir og mér.

Vandræðalegasta augnablikið? Unglingsárin voru vandræðaleg.

Sorglegasta stundin? Úrræðaleysi geðheilbrigðiskerfisins.

Mesta gleðin? Augnablikin sem maður finnur fyrir hamingju.

Mikilvægast í lífinu? Fjölskyldan í allri sinni merkingu.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -