Jón Gnarr vekur athygli á bréfi sem faðir hans fékk fyrir um áratug og segir:
„Fólk heldur alltaf að ég sé að ljúga þegar ég segi frá þessu bréfi sem pabba var sent útaf hans eigin andláti, nb þetta er ekki stílað á dánarbúið,“ segir hann og birtir bréfið.
Já, látinn faðir Jóns Gnarr fékk bréf þar sem honum er synjað um hjálpartæki.
Jón hefur oft sagt skemmtilega sögu vegna þessa bréf en nú ákvað hann að fara alla leið og birta það opinberlega.
Jón bendir fólki að í bréfinu sé faðir hans ávarpaður í fyrstu persónu þar sem honum er sagt að umsókn hans hafi verið synjað og ástæðan fyrir því? – Umsækjandi er látinn.