Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Laufey er kvíðasjúklingur og leikur slíkan á móti stórstjörnu: „Ég var pínu smeyk við hann fyrst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum er hrikalega montin af þessari mynd,“ segir Laufey Elíasdóttir leikkona en á föstudaginn næstkomandi verður ný íslensk kvikmynd, Þorpið í bakgarðinum, frumsýnd.

Leikarahópurinn er ákaflega áhugaverður. Auk Laufeyjar, sem leikur aðalhlutverkið, leika bæði systir hennar, Sóley og Eygló Hilmarsdóttir, dóttir Sóleyjar, frænka Laufeyjar í myndinni. Laufey segir það hafa verið virkilega skemmtilegt að vinna með sínum nánustu og hún væri vissulega til í að endurtaka leikinn.

Aðalkarlleikarinn úr Game of Thrones

Aðalkarlhlutverkið er í höndum Tim Plesters en hann er heimsþekktur fyrir leik sinn í myndum á borð við Bohemian Rhapsody og hugsanlega vinsælustu þáttaröð allra tíma, Game of Thrones.

Tim Plester í hlutverki sínu.

Að sögn Laufeyjar er um einstaklega fallega sögu að ræða. Myndin fjallar um Brynju, sem er nýbúin að missa pabba sinn. Þá kemur inn í líf hennar móðir hennar (Sóley Elísdóttir) sem yfirgaf hana fimm ára gamla svo og nýfædda systur hennar.  Brynju, sem er kvíðasjúklingur, finnst endurfundirnir við móðir sína yfirþyrmandi og flytur inn í lítinn kofa fyrir utan Reykjavík. Þar kynnist hún Breta (Tim Plester) sem er að eiga við sinn eigin harmleik.

14 dimmir dagar

- Auglýsing -

Myndin var tekin í Laufskógum í Hveragerði á 14 dögum í desember síðastliðnum.

„Það var myrkur næstum allan sólarhringinn en vegna þess hvað við höfðum dásamlegt tökulið tókst okkur þetta án þess að nokkur vandræði kæmu upp. Allt small saman þrátt fyrir að um „low budged„ mynd sé að ræða, stuttan upptökutíma og við fengjum borgað seint og síðar meir“ segir Laufey og hlær.

Af tökustað

Laufey segir erfitt að eiga við jafn dramatískt hlutverk og hlutverk Brynju en hún hafi undirbúið sig vel, kynnt sér karakterinn og sett sig inn í huga Brynju.

- Auglýsing -

„Sjálf er ég kvíðasjúklingur, eins og Brynja er í myndinni svo ég þekki það. Ég var til dæmis alveg lömuð af kvíða fyrir frumsýninguna í gær en í dag er ég miklu betri, hlakka til og er stolt og montin.“

Laufey hefur lært að takast á við kvíðann, vinna í sjálfri sér og læra að þekkja hvenær hann sé að laumast að. „Þá býð ég honum bara í kaffi og bið hann svo um að fara!“  Hún er einnig á lyfjum sem hafa hjálpað mikið auk þess sem hún er löngu hætt að neyta áfengis sem hún notaði til sjálfsdeyfingar fyrir mörgum árum.

RUBBISH!

En hvernig var að vinna með stórstjörnu á við Tim?

„Ég var pínu smeyk við hann fyrst en svo ákvað ég bara að bjóða honum í sund sem honum fannst pínu skrítið en geðveikt gaman og við urðum góðir vinir í kjölfarið. Við settum yfirleitt tónlist í botn í bílnum þegar við vorum að keyra og sungum hástöfum með“ segir Laufey kímin.

Laufey og Tim spá og spekúlera.

Myndin heitir Backyard Village á ensku og er þegar búið að bóka hana á Santa Barbara International Film Festival í byrjun apríl sem Laufey finnst afar skemmtilegt og síðan er framtíðin spennandi og óskrifað blað.

Tim hefur farið í þó nokkur viðtöl erlendis vegna myndarinnar svo hún er þegar farin að  vekja athygli. Hann kveðst afar hreykinn af myndinni og þátttaka hans í henni sé eitt það sem hann sé hvað stoltastur af á sínum leikferli.

Nú kemst Tim ekki á frumsýninguna vegna Covid takmarkana. Hvað finnst honum um það? „RUBBISH!!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -