Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Laufey er öryrki í öngum sínum: „Ég hef ekki lengur efni á lyfjunum mínum“

Fullyrðir hún að umrætt kerfi sé hannað til þess að fólk í hennar stöðu gefist upp.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er erfitt að upplifa ekki skömm í svona stöðu,“ segir Laufey Þorsteinsdóttir, öryrki á sjötugsaldri en hún kveðst vera í öngum sínum vegna skertra möguleika og refsinga að hálfu Tryggingastofnunar ríkisins að eigin sögn. Mannlíf hafði samband við Laufeyju en á dögunum ákvað hún að láta reyna á náungakærleikann með því að óska eftir stuðningi fólks.

Að sögn Laufeyjar hefur verið krefjandi fyrir að ná endum saman, en hafi erfiðin gjörbreyst þegar hún fékk greidda orlofsdaga fyrir starf sem hún sinnti í fyrra.

„Ég fékk hlutastarf á síðasta ári og reyndist það gagnast lítið þegar ríkið borgar brúsann. Þetta var komið í lag um áramót og ég var farin að fá húsaleigubætur og líka stuðning frá Reykjavíkurborg. Í mars síðastliðinn fékk ég þó greidda orlofsdagana sem ég átti inni í þessari gömlu vinnu. Það telst sem laun og þá fór ég yfir mánaðarlegu mörkin,“ segir Laufey.

„Núna er Tryggingastofnun að skerða bæturnar og húsleigubæturnar skerðast líka. Ég fæ heldur ekkert frá Reykjavíkurborg og ég borga 220.000 krónur í húsaleigu.“

Laufey býr ein og segist af og til neyðast til þess að velja á milli lyfja sinna eða matar í gefnum mánuði. Hún segir hlutastarf frá liðnu ári hafa komið allri rútínu úr jafnvægi og telur kerfi hins opinbera níðast á öryrkjum víða. Fullyrðir hún að umrætt kerfi sé hannað til þess að fólk í hennar stöðu gefist upp.

Þá tekur hún fram að þau hefðbundnu úrræði sem bjóðast fólki í samfélaginu gangi ekki upp. „Það eru sumar þjónustur sem greiða niður og veita styrki fyrir lækniskostnað og fleira slíkt, en þá þarf auðvitað að eiga til krónurnar á staðnum áður en hægt er að fá greitt til baka. Það er mikið til ætlast af fólki að eiga þessa tugþúsundir króna þegar reglulega þarf að telja smáaurana,“ segir hún.

- Auglýsing -

Velur og hafnar

„Fleiri sem ég þekki upplifa þetta vonleysi,“ segir Laufey. „Margir öryrkjar upplifa þessa skömm, að eiga oft ekki efni á mat eða öðru sem þarf til að viðhalda heilsunni. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að það fer enginn öryrki til tannlæknis. Það er ekkert hægt að velja endalaust eða hafna hvað fer í forgang, hvað þá þegar staðan mín rétt nemur um fimmtán þúsund krónur eftir að hafa greitt leigu og lækninum. Ég hef ekki efni á því að greiða fleiri reikninga.“

Laufey glímir við sykursýki og segist þurfa að fá stóma. Það kosti annars vegar gífurlegan pening. „Ég hef ekki lengur efni á lyfjunum mínum og hvað þá þeirri læknisþjónustu eða þeim aðgerðum sem ég þarf á að halda,“ segir hún. „Þegar einstaklingur er að fást við sykursýki er mjög mikilvægt að borða, en ég má ekki borða hvað sem er. Sem betur fer á ég tvo ketti sem hjálpa mér að halda geðheilsunni í þessari einangrun minni, en þær þurfa auðvitað líka að borða.“

Á dögunum hlóð Laufey í færslu í hópnum Matargjöf. Vakti hún þar athygli og samkennd fólks sem grúppunni tilheyrir, en í umræddri færslu skrifar Laufey meðal annars:

- Auglýsing -

„Ég er búin að vera mikið veik. Ég var hjá lækni í dag og það eina í stöðunni er að fara í stóra skurðaðgerð og fleiri rannsóknir. Allt kostar þetta kostar mjög mikið og ekki alls staðar hægt að fá reikning í heimabanka og borga þegar aðstæður eru betri.

… Ef einhver sér sér fært um að hjálpa mér með eitthvað smáræði þá er ég með Bónuskort
númer 52021293362 og reikningsnúmerið 0314-13-146007 Kt 1610603569.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -