Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Robert Plant fékk brauð með kæfu eftir tónleika Zeppelin í Höllinni:„Tveir æðisgengnir klukkutímar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikið var rætt um komu bresku rokksveitarinnar Led Zeppelin í Laugardalshöllina mánudagskvöldið 22. Júní 1970, fyrir rúmlega 50 árum síðan. Á þessum tíma hafði hljómsveitin aðeins starfað í tvö ár, en henni var boðið til landsins á vegum Listahátíðar Reykjavíkur.

„Þetta voru stærstu og merkilegustu tónleikar, sem haldnir höfðu verið hér á landi,

frá því að bítlahljómleikasögur hófust,“ sagði blaðamaðurinn Stefán Halldórsson í gagnrýni sinni.

Tæplega fimm þúsund manns mættu á tónleikana og var höllin þéttskipuð tónleikagestum. Fyrsti tónninn sveif út til tónleikargesta klukkan hálfellefu um kvöldið, sem þótti frekar seint á þessum tíma og stóðu í tvær klukkustundur. Stefán lýsti upplifun sinni þannig að þarna hefðu farið fram; „tveir æðisgengnir klukkutímar,“

Skömmu eftir komu hljómsveitarmeðlimir til landsins héldu Zeppelinmenn í Laugardalshöllina til að stilla upp tækjum sínum og tólum fyrir stóra kvöldið daginn eftir.

Á meðan að verið var að setja upp græjurnar fylltist höllin af áhorfendum og þótti hljómsveitinni nóg um og lét að lokum varpa öllum á dyr. Eftir stóð Eyjólfur Jónsson, sundkappi og lögregluþjónn, vörð um dyrnar svo engum varð inngöngu auðið.

Kvöldið fyrir tónleika Led Zeppelin
Þegar leið á kvöldið bar að höllinni Erlingur Björnsson, umboðsmaður hljómsveitarinnar

- Auglýsing -
Stefán Halldórsson blaðamaður skrifaði við þessa mynd að ógæfa hefði verið að Led Zeppelin og aðstoðarmenn sveitarinnar kynnu ekki íslensku. Þeir hefðu þá áttað sig á rakarastofunni í baksýn og getað farið í klippingu. En það tíðkaðist ekki á þessu tíma að karlmenn væru með sítt hár. Morgunblaðið/Ómerkt

Trúbots. Trúbot var með kveðjutónleika í Glaumbæ þá um kvöldið, en Shady Owens og Karl Sighvatsson voru að hætta í sveitinni. Erlingur fékk þá hugmynd að bjóða Zeppelin mönnum í gleðskapinn á Glaumbæ sem þeir þáðu án umhugsunar.

Mikil spenna og gleði braust fram hjá gestum Glaumbæjar þegar þeir sáu að stjórstjörnurnar höfðu mætt á tónleika Trúbots á einum vinsælasta skemmtistað Reykjavíkur á þeim tíma. Rokkstjörnunum var boðið upp á drykki og báðu um bjór.

„Því miður, ekki til,“ var svarið enda átti bjórbann eftir að ríkja á Íslandi næstu 19 ár.

Næst á óskalistanum var kampavín, en af því var til nóg og voru flöskur bornar á borð

- Auglýsing -
Led Zeppelin, (vinstri – hægri): John Paul Jones, John Bonham (1948 – 1980), Jimmy Page og Robert Plant, stilla sér upp fyrir framan flugvél árið 1970. (Ljósmyndari:Hulton Archives)

sveitarinnar og skrifaði Stefán Halldórsson blaðamaður að John Bonham trommuleikari hafi þá sýnt mikið listfengi við opnun flasknanna og gætt þar að öllum kúnstarinnar reglum. Er leið á drykkjuna sótti svo hungur að söngvaranum sem endaði með því að starfsfólk eldhússins gaf Robert Plant brauðsneið með kæfu til að seðja sárasta hungrið.

Zeppelinliðar klöppuðu Trúbroti óspart lof í lófa á kveðjutónleikunum og var gleðskapurinn fram eftir nótt.

Vandræðalegur með blómvöndinn
Við komu hljómsveitarinnar fyrr um daginn beið hópur aðdáenda á flugvellinum og síst minni hópur blaðamanna. „Stóra stundin var runnin upp og gekk fyrstur út Robert Plant, söngvarinn, en síðan komu þeir einn af öðrum, John Bonham, Jimmy Page og John Paul Jones, sem eltir voru af umboðsmönnum og burðarkörlum.

Eins manns móttökunefnd Listahátíðar Reykjavíkur, Signý Sen, gekk fram og afhenti  gítarleikaranum Jimmy Page risastóran blómvönd, ljósmyndarar smelltu af og síðan hélt hersingin inn í flugstöðvarbygginguna. Þegar inn var komið gafst blaðamönnum tækifæri á að ræða við stjörnurnar. Blaðamaður útskýrir að hann hafi farið að Jimmy Page, sem stóð þarna vandræðalegur með blómvöndinn í annarri hendi, en gítar í hinni.

Page svaraði þarna fáeinum spurningum, sagði ferðalagið hafa gengið prýðilega og sveitina hafa komið víða við. Tónleikaferðirnar væru að verða nokkuð þreytandi sagði hann, „sérstaklega í Bandaríkjunum“.

21. júní 1970, hljómsveitin Led Zeppelin kemur til landsins. Signý Sen tekur á móti þeim. Robert Plant og Jimmy Page fremstir á myndinni. John Paui Jones bassaleikari á milli þierra. Richard Cole framkvæmdarstjóri hópsins fyrir miðju í ljósum bol. *** Local Caption *** Listahátíð 1970

Höfðu ekki erindi sem erfiði
Eftir blaðamannafundinn var tónlistarmönnunum ekið í tveimur svörtum og gljáfægðum Mercedes Benzbifreiðum í lögreglufylgd á dvalarstað sinn, Hótel Sögu, en Led Zeppelin dvöldu einungis 42 klukkustundir á Íslandi.

Blaðamenn sóttu stíft að þeim á Hótel Sögu, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sjónvarpsmenn fengu þó að lokum að bera nokkrar spurningar undir Robert Plant sem sat í hægindastól með koníaksflösku hjá sér. Ekki hafi hann þó drukkið úr flöskunni og segir að Plant hafi útskýrt þurrð sína. Á þessum tíma átti söngvarinn tæplega tvo mánuði í 22 ára afmælisdaginn sinn svo hann hefur haft strangan heimilislækni.

Síðasta tækifærið til að gera einhver læti

Mikill troðningur var á tónleikunum og klemmdust einhverjir á milli sviðsins og hópsins fyrir aftan. Lögregla hafi reynt eftir megni að róa mannskapinn sem ekki hafi auðnast fyrr en sveitin stöðvaði spilamennskuna og hvarf af sviði. Tókst þá Sveini R. Hauks­syni, miðasölu­stjóra Lista­hátíðar, að róa tónleikagesti, eftir því sem Stefán greinir frá.

Eftir rúmlega klukkustundar leik hafi myndast hálfgert uppþot í salnum, þegar söngvarinn, Robert Plant, sagði:

„þetta er síðasta lagið okkar, How Many More Times.“

Sennilega ætlaði hljómsveitin bara að taka sér hlé á eftir þessu lagi, en halda síðan hljómleikunum áfram. Hins vegar skildu unglingarnir þessa setningu sem svo, að hljómleikunum væri að ljúka, og því ruku allir upp til handa og fóta: Nú var síðasta tækifærið til að gera einhver læti, til að æsa sig svolítið. Minna mátti nú ekki vera en að menn æstu sig svolítið á hljómleikum einnar frægustu hljómsveitar í heimi, ekki síst þar sem aðgöngumiðinn kostaði 450 krón­ur,“ sagði Stefán blaðamaður

„Hljómsveitin kom þá aftur fram á sviðið og flutti þrjú lög til viðbótar á einni syrpu, „Whole Lotta Love“, „Comm­unicati­on Break­down“ og eitt nýtt lag. Voru unglingarnir hinir rólegustu á meðan.

Að hljómleikunum loknum og hvíldu stjörnurnar sig um stund í búningsherberginu, en héldu síðan út á Hótel Sögu í lögreglubifreið.

Höfðu þeir Zeppelinmenn hið mesta gaman af þessu öllu saman,“

skrifaði blaðamaðurinn.

Heimildir:

Stefán Hall­dórs­son.1970. Morg­un­blaðið- gagn­rýni blaðamanns. Miðviku­dag­inn 24. júní, Reykjavík.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -