Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-3.6 C
Reykjavik

Leggja til að verkferlar Neyðarlínunnar verði endurskoðaðir – „Þannig að borgarar landsins geti treyst því að ekki sé farið í manngreinarálit“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn landsamtakanna Geðhjálpar hefur nú sent frá sér ályktun þar sem lagt er til að allir lögreglumenn fái þjálfun og kennslu í því að fást við einstaklinga í geðrofsástandi. Geðhjálp sendir tilkynninguna frá sér í kjölfar þess að Kompás fjallaði í gær um unga konu sem lést í apríl í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi.

Þáttur Kompás sem sýndur var á Vísi í gær hefur vakið mikla athygli. Í þættinum er fjallað um andlát Heklu Lindar Jónsdóttir sem lést síðastliðið vor. Í þættinum er rætt við foreldra Heklu sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna.

Í ályktun Geðhjálpar segir að geðrof sé grafalvarlegt ástand. Þar segir einnig að orsakir geðrofs geti verið margvíslegar og þá er þunglyndi, flogaveiki, áfengis – og vímuefnaneysla, svefnskortur, elliglöp og heilaæxli tekið sem dæmi.

Einstaklingar í geðrofi eiga það hins vegar allir sameiginlegt að þurfa á hjálp að halda og það sem allra fyrst. Það skýtur því skökku við að heyra aðstoðarframkvæmdastjóra Neyðarlínunnar fullyrða það að öllum verkferlum hafi verið fylgt þegar ákveðið var að senda ekki sjúkraflutningamenn á staðinn þegar neyðarkall barst vegna ungrar konu í geðrofi heldur aðeins kalla eftir lögreglu,“ segir meðal annars í ályktun Geðhjálpar.

Hekla Lind hafði neytt eiturlyfja og var í geðrofsástandi þegar vinur hennar taldi hana þurfa á læknisaðstoð að halda þann 9. apríl. Hann hringdi á sjúkrabíl en sjúkrabíllinn kom aldrei. Hins vegar mættu tveir lögreglumenn á vettvang.

„Þetta sjónarmið lýsir miklum fordómum gagnvart ákveðnum hópi í samfélaginu.“

Í ályktun Geðhjálpar segir að sú staðreynd að sjúkrabíll hafi ekki verið sendur á staðinn lýsi fordómum. „Þetta sjónarmið lýsir miklum fordómum gagnvart ákveðnum hópi í samfélaginu, sem birtist m.a. í þessari mismunun, og veldur það stjórn Geðhjálpar miklum áhyggjum.“

- Auglýsing -

Í ályktuninni er þá lagt til að  óháðir aðilar verði fengnir til að taka út matsmeðferð og verkferla Neyðarlínunnar þannig að borgarar landsins geti treyst því að ekki sé farið í manngreinarálit og þegar óskað er eftir aðstoð í neyð.

Stjórn Geðhjálpar fer einnig fram á það að verkferlar lögreglu verði teknir til endurskoðunar og að allir lögreglumenn fái þjálfun og kennslu í því að fást við einstaklinga í geðrofsástandi.

Ályktunina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

Ályktun stjórnar Geðhjálpar 21. janúar 2020Í kjölfarið á andláti ungrar konu í geðrofsástandi, sem…

Posted by Landssamtökin Geðhjálp on Þriðjudagur, 21. janúar 2020

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -