Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Leghálssýni áfram send til Danmerkur – þúsundir kvenna mótmæltu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þessar tvær rannsóknarstofur nota mismunandi kerfi til að greina sýnin. Þá þurfum við í rauninni að skipta þessu þannig að hver sýnatökuaðili taki aðeins í eitt kerfi, eins og til dæmis eins og heilsugæslan mun alla vega enn um sinn halda áfram að senda sýnin til Danmerkur“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.

Sýni tekin í skimunum fyrir leghálskrabbameini verða þar af leiðandi rannsökuð ýmist á Landspítala eða á rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins í Danmörku, þar til samningur ríkisins við danska sjúkrahúsið rennur út um næstu áramót. Flutningur sýnanna úr landi hefur verið harðlega gagnrýndur af bæði sérfræðingum og þjónustuþegum.

Þúsundir kvenna mótmæltu

Þúsundir kvenna skrifuðu undir áskorun til heilbrigðisráðherra og kröfðust þess að sýnin yrðu rannsökuð hérlendis, sem loks var fallist á, með þeim fyrirvara að geta til greininga á Landspítala kæmist fyrst í góðan farveg.

Landspítali mun fyrst um sinn aðeins taka við sýnum sem tekin eru hjá kvensjúkdómalæknum, sýnin sem tekin verða á heilsugæslunni verði send til Danmerkur.

Í byrjun mánaðarins hóf Landspítali formlega greiningar á sýnum sem tekin eru í skimunum við leghálskrabbameini. Aðdragandinn að því að sýnin rati til Landspítala hefur verið langur og gengið á ýmsu, en þegar sýnatökurnar voru færðar frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins yfir til opinbera heilbrigðiskerfisins, biðu konur í allt að sjö mánuði eftir niðurstöðum.

- Auglýsing -

Þá var framkvæmd sýnatökunnar sett í hendur heilsugæslunnar, undir stjórn Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana, og samið við dönsku rannsóknarstofuna um greiningu sýnanna.

Landlæknisembættið vinnur nú að samantekt um þátttöku í leghálsskimunum, en samkvæmt fyrstu niðurstöðum þá dvínaði þátttaka í kjölfar þessa langa biðtíma.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -