Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Leið eins og hún hefði hlotið fangelsisdóm

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það var bara eins og ég hefði fengið dóm,“ segir tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir í samtali við Loga Bergmann í spjallþætti hans þegar hann spurði út í hvernig henni hafið liðið þegar kærasti hennar, Birkir Kristinsson hlaut dóm fyrir efnahagsbrot árið 2014.

„Þegar fólk er svona tengt, eins og eitt, þá tekur maður þetta bara í hjartað,“ segir Ragnhildur.

Sumarið 2014 var dómur kveðinn upp yfir fjórum fyrrum starfsmönnum Glitnis, meðal annars Birki sem var viðskiptastjóri hjá Glitni. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi en í desember 2015 mildaði Hæstiréttur dóminn og hlaut Birkir þá fjögurra ára dóm.

Ragnhildur telur málið hafa verið skilið eftir í lausu lofti og hún var mjög hissa. „Ég vissi náttúrulega að þetta var ekki rétt og ég hélt reyndar að þegar þetta var kært til Hæstaréttar að réttlætið myndi koma fram,“ útskýrir hún.

„Maður trúir varla að maður hafa þurft að fara í gegnum þetta, að hafa þurft að kyngja þessu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -