Nú verða sagðar lögreglufréttir.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Lögregla kölluð til vegna innbrots í bifreið.
Lögregla rannsakar mál þar sem dyravörður í miðbænum er grunaður um líkamsárás.
Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir hefðbundið ferli.
Nokkrir ökumenn stöðvaðir þar sem þeir fengu jákvæða svörun þegar blásið var í áfengismæli en þeir reyndust vera undir mörkum.
Talsvert af ölvunartengdum málum í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá er einnig grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Ökumaður stöðvaður í akstri þar sem hann var leiðbeinandi í æfingaakstri. Í ljós kom að leiðbeinandinn var undir áhrifum áfengis og var hann því handtekinn og blóðsýni tekið úr honum í þágu rannsóknar málsins. Lögregla vill benda á að leiðbeinandi í æfingaakstri telst ábyrgur fyrir akstrinum og skal því vera allsgáður við gjörninginn.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Tveir ökumenn stöðvaðir án ökuréttinda og var annar þeirra látinn blása í áfengismæli en reyndist undir mörkum.
Lögregla var með öflugt umferðareftirlit í hverfinu en nokkrir aðilar voru stöðvaðir til að kanna með ástand og réttindi en nokkrir mældust jákvæðir í blástursmæli en voru þó undir handtökumörkum.
Einn aðili handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna.
Lögregla kölluð til vegna hótana en þar hafði maður hótað nágranna sínum. Eggvopn haldlagt á vettvangi.