Leiðtogar Evrópsambandsins hafa náð samkomulagi um tilhögun 750 milljarða evra björgunarsjóð handa þeim ríkjum sambandsins sem illa hafa orðið úti í COVID-19 faraldrinum. Þá hafa þeir samið um sjö ára fjárhagsáætlun sambandsins.
Leiðtogar sambandsins komust að samkomulagi í málinu í Brussel í morgun eftir fjögurra daga strangar viðræður. Að þeim loknum sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti að um væri að ræða sögulegan dag fyrir Evrópu.
Helmingur greiðslnanna, eða 390 milljarðar evra, verður í formi óendurkræfa styrkja, en 360 milljarðar evra verða veittar ríkjum að láni. Þau ríki sem fá lánin og styrkina þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur, eins og að hafa undirgengist markmið Evrópusambandsins um kolefnishlutleysi árið 2050. Hægt verður að stöðva fjárveitingar til ríkja þyki þær ekki uppfylla skilyrðin.