Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Leifur Garðarsson rekinn sem dómari fyrir að reyna við leikmann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leifur S. Garðarsson skólastjóri hefur verið settur af sem körfuboltadómari hjá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Ástæðan eru ósæmileg samskipti hans við kvenkyns leikmann sem áttu sér stað á samskiptamiðlum snemma árs í fyrra.

Samskipti Leifs við leikmanninn voru á þann veg að stíga í vænginn við viðkomandi sem síðan kvartaði undan því við KKÍ. Samkvæmt óyggjandi heimildum Mannlífs hefur hann verið settur af sem dómari hjá sambandinu og þar hefur hann ekki dæmt leik frá því málið kom upp.

Mynd / KKÍ.

Leifur er maður sem er vanur valdastöðu gagnvart mörgum. Hann er starfandi skólastjóri í Áslandsskóla, var lengi knattspyrnuþjálfari og jafnframt körfuboltadómari. Leifur er eini vani dómari KKÍ frá því í fyrra sem er ekki í niðurrröðun dómaranefndar í ár en fram til þessa hafði hann gefið þær skýringar að hann væri meiddur.

DV greindi frá titringi innan KKÍ vegna málsins en nafngreindi þar ekki dómarann. Í samtali við Mannlíf þvertók Leifur aftur á móti fyrir það að vera sá dómari sem um ræðir. Aðspurður hvort hann hafi reynt við leikmann gegnum samskiptamiðla segist hann ekki taka þátt í slíku. Skömmu eftir að samtalinu lauk hafði hann aftur samband og vildi þá að ekkert yrði haft eftir honum um málið.

Veistu meira um málið? Fullum trúnaði er heitið. Mannlíf tekur við ábendingum, myndböndum og myndum á [email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -