Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Leiga á íbúð sögð greiðsla á persónulegum kostnaði Skúla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Deloitte telur að „greiðslur WOW vegna reksturs og leigu  íbúðarinnar hafi ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum.

Félag sem heitir WOW air Ltd., og er skráð í Englandi, var lengi vel í persónulegri eigu Skúla Mogensen. Félagið hét áður Mogensen Limited en nafni þess var breytt fyrir nokkrum árum. Starfsemi félagsins fólst aðallega í að leigja íbúð í London. Skúli Mogensen og kærasta hans bjuggu í umræddri íbúð en þau héldu heimili á Íslandi og í London.
Í skýrslu skiptastjóra WOW air segir að flugfélagið hafi greitt 37 milljónir króna í leigu vegna íbúðarinnar á tveggja ára tímabili, frá 28. mars 2017 og þangað til að WOW air fór í þrot. Það þýðir að meðaltalsmánaðarleiga hefur verið rúmlega 1,5 milljón króna á mánuði.
WOW air Ltd. var framselt til WOW air í september 2018, sama mánuði og skuldabréfaútboð félagsins fór fram. Skiptastjórarnir segja að enginn samningur hafi verið í gildi milli WOW air og WOW air Ltd. „vegna þessarar íbúðar og þá voru greiðslur WOW vegna hennar ekki samþykktar í stjórn félagsins.“

Leigugreiðslurnar hafi einfaldlega verið vegna greiðslu á persónulegum kostnaði hluthafa WOW air, Skúla Mogensen. Í skýrslunni segir enn fremur að Deloitte telji, að lokinni athugun sinni, að „greiðslur WOW vegna reksturs og leigu fyrrgreindrar íbúðar hafi ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum enda engar vísbendingar um að íbúðin hafi verið nýtt í þágu starfsmanna WOW, hvorki flugfólks né annarra almennra starfsmana. Skiptastjórar skoða nú að krefjast endurgreiðslu þess fjár sem WOW greiddi vegna fyrrgreindrar íbúðar.“

Skúli Mogensen sagði í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla síðastliðinn mánudag að þegar WOW air hafi farið að leigja íbúðina, í byrjun árs 2017, hafi flugfélagið verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London eða Dublin og jafnframt verið að skoða mögulega skráningu á markaði í London. „Hvort tveggja kallaði á verulega viðveru forstjóra í London. WOW air skilaði yfir 4 milljörðum í hagnað árið 2016 og því voru þessi áform eðlilegt skref í áframhaldandi uppbyggingu WOW air á þeim tíma og ekkert óeðlilegt við það að félagið skyldi leigja húsnæði fyrir forstjóra félagsins í þeim tilgangi að sinna þeim verkefnum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -