Leigubílstjóri hafði í örvæntingu samband við lögreglu í gærkvöldi þegar farþegar sem hann hafði ekið neituðu að borga fyrir farið. Auk þess eru þau grunuð um að hafa stolið munum sem bílstjórinn átti meðan á ferðinni stóð. Síðar um kvöldið hafði athugull íbúi samband við lögreglu og sagðist hafa orðið var við grunsamlegar mannaferðir. Þegar betur var að gáð var grunsamlegi maðurinn blaðberi og því um misskilning að ræða.
Lögregla sinnti hefðbundnu umferðareftirliti og stöðvaði einn ökumann við akstur undir áhrifum vímuefna. Bifreiðin reyndist einnig ótryggð. Maðurinn var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Þá segir í dagbók lögreglu að nokkrir ökumenn hafi verið kærðir fyrir önnur minniháttar umferðarlagabrot.