Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Leiguverð hefur tvöfaldast á fáum árum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leigjendum á Íslandi hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og er nú áætlað að þeir séu rúmlega 50 þúsund talsins í um 30 þúsund heimilum. Það þýðir að 16-18 prósent landsmanna sem eru 18 ára og eldri eru á leigumarkaði.

Frá því að reglulegar mælingar á leiguverði hófust árið 2011 hefur leiguverð hækkað um 95 prósent á sama tíma og t.d. húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 104 prósent.

Fjölmennasti aldurshópurinn sem er á leigumarkaði er 25 til 34 ára og heimilistekjur meirihluta leigjenda eru á bilinu 250 til 800 þúsund krónur á mánuði.

Einungis átta prósent þeirra sem eru á leigumarkaði vilja vera þar samkvæmt könnun á viðhorfi leigjenda sem Zenter vann í fyrrahaust fyrir hagdeild Íbúðalánasjóðs. Þar kom einnig fram að þrátt fyrir að nærri allir leigjendur vilji búa í eigin húsnæði þá telji aðeins 40 prósent leigjenda öruggt eða líklegt að þeir kaupi sitt eigið húsnæði næst þegar skipt er um húsnæði.

Aðeins 57 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi miðað við 94 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði. Framboð af íbúðarhúsnæði til leigu sem hentar einstaklingum eða fjölskyldum þykir auk þess lítið, en 79 prósent leigjenda voru sammála um það.

Um 16 prósent leigjenda leigja af leigufélögum sem eru einkarekin og hagnaðardrifin. Þar eru Heimavellir og Almenna leigufélagið stærstu leikendurnir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -