Leikskólinn Gimli í Njarðvík er lamaður eftir að fimm starfsmenn greindust með Covid 19. Starfsmaður greindist á laugardag og í framhaldinu og fimm í viðbót. Víkurfréttir segja frá þessu og að í gær. mánudag hafi leikskólanum verið lokað og 85 börn send í sóttkví ásamt öllum stafsmönnum leikskólans. Leikskólinn verður lokaður að minnsta kosti út vikuna.
Tíu einstaklingar á Suðurnesjum eru með Covid-19 og 135 manns í sóttkví. Faraldurinn er í vexti á landsvísu og er ekki fyrirsjánalegt að hægt verði að slaka á aðgerðum á næstunni. Viðbúið er því að fámennisjól séu í uppsiglingu og ekkert verði um fjölmenn fjölskylduboð.