Umfangsmikil leit björgunarsveita stóð í dag yfir á Reykjanesskaga í grennd við Keili, þar sem karl og kona, starfsfólk Veðurstofu Íslands var týnt Meðal annars var þyrla Landhelgisgæslunnar ræst. Vísindamennirnir voru við rannsóknir á jarðskálftasvæðinu en þegar ljóst var að þau voru týnd var gripið til mikils viðbúnaðar, ekki síst vega mjög slæms veðurs og lélegs skyggnis.
Haraldur Haraldsson svæðisstjóri björgunarsveita á Suðurnesjum staðfesti fyrir nokkrum mínútum að fólkið væri fundið. Þau eru óslösuð en blaut og köld.