Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt um að leit sé hætt að Áslaugu B Traustadóttur, er leitað hefur verið að undanfarna daga á Tálknafirði.
Kemur þetta fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar.
Kemur þar fram að síðast var vitað um ferðir Áslaugar þann 8. desember síðastliðinn.
Bifreið hennar fannst mannlaus á veginum utan við þorpið á Tálknafirði, ekki langt frá flæðamálinu.
Ekkert virðist benda til þess að hvarf Áslaugar hafi borið að með saknæmum hætti, að því er segir í tilkynningunni. Leitin var mjög umfangsmikil og nákvæm og um 100 manns unnu að henni þegar mest var síðustu daga. Henni verður haldið áfram síðar með minna sniði.