Laugardagur 18. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Leit lögreglu hætt – Ekkert bendir til þess að hvarf Áslaugar hafi borið að með saknæmum hætti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt um að leit sé hætt að Áslaugu B Traustadóttur, er leitað hefur verið að undanfarna daga á Tálknafirði.

Kemur þetta fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar.

Kemur þar fram að síðast var vitað um ferðir Áslaugar þann 8. desember síðastliðinn.

Bifreið hennar fannst mannlaus á veginum utan við þorpið á Tálknafirði, ekki langt frá flæðamálinu.

Ekkert virðist benda til þess að hvarf Áslaugar hafi borið að með saknæmum hætti, að því er segir í tilkynningunni. Leitin var mjög umfangsmikil og nákvæm og um 100 manns unnu að henni þegar mest var síðustu daga. Henni verður haldið áfram síðar með minna sniði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -