Lögreglan í Frakklandi leitar nú að 33 ára gömlum föður eftir að börnin hans fjögur fundust látin á heimili sínu í gær. Ættingjar barnanna höfðu samband við lögreglu eftir að ekkert hafði heyrst frá fjölskyldunni um jólin en breska ríkisútvarpið fjallaði um málið í morgun.
Lögregla fór inn í íbúðina sem var norðaustur af París. Þegar þangað var komið voru engin merki um innbrot en kona og börnin hennar fjögur fundust látin. Börnin voru á aldrinum níu mánaða til tíu ára en talið er að faðir barnanna hafi átt þátt í andláti fjölskyldunnar.