Leit að flugmanni og þremur farþegum sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni stendur enn yfir. Leitað er af miklum þunga við sunnanvert vatnið og verða gönguhópar, bátar og drónar notaðir við leitina.
Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út. Sveitin sérhæfir sig í neðansjávarbjörgun og leitar með kafbát Gavia.
Kafbáturinn var sendur niður að flaki flugvélarinnar í gær en fannst enginn þeirra sem leitað var í vélinni. Að sögn lögreglu hefur fólkið komist úr vélinni eftir að hún lenti á vatninu.
„Það verður mesti þunginn við sunnanvert vatnið. Það verða gönguhópar, bátar og drónar. Og þetta fer náttúrulega svolítið eftir veðri,“ sagði Elín Jóhannsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi í samtali við Vísi.
Spáð er stormi á svæðinu í nótt og því ekki möguleiki að leita við þær aðstæður.