Skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbamein hafa legið niðri undanfarið í samræmi við fyrirmæli yfirvalda vegna Covid-19 faraldursins. Nú hefur verið tilkynnt að opnað verði fyrir skimanir að nýju þann 4. maí og eru konur hvattar til að panta sér tíma sem fyrst.
Í tilkynningu á vef Krabbameinsfélagsins er þó skýrt tekið fram að farið verði í einu og öllu eftir fyrirmælum og starfsfólk leitarstöðvarinnar muni táfram gera sitt ýtrasta til að fara eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis, passa upp á fjarlægð á milli einstaklinga og fjölda í hverju rými, og eru konur því beðnar að mæta á nákvæmlega þeim tíma sem þær hafa fengið staðfestan í skimun, hvorki of seint né of snemma, og að halda sig heima ef þær hafa flensueinkenni.
Tilkynninguna um opnunina má lesa hér.